29.08.2016
„Þetta er mesta sóun sem hægt er að hugsa sér", segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en yfir sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum eru haldnir ADHD, eða ofvirkni með athyglisbresti. Úrræði vantar fyrir fanga með greininguna hér á landi.
29.08.2016
Spjallfundir ADHD samtakanna fyrir foreldra og forráðamenn barna með ADHD og fyrir fullorðna með ADHD hefjast á ný í lok ágúst. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 31. ágúst í fundarsal ADHD að Háaleitisbraut 13. Þar verður starfsemi ADHD kynnt, Sjónarhóll kynnir sína starfsemi og Aðalheiður Sigurðardóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir "Fögnum fjölbreytileika".
25.08.2016
Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greiningunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna, segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum.
24.08.2016
Miðvikudaginn 31. ágúst, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á kynningu og opinn fyrirlestur. Fyrirlesturinn verður í fundarsal 4.hæð, Háaleitisbraut 13 og hefst klukkan 20:00
24.08.2016
Fimmtudaginn 1. september, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á kynningu og opinn fyrirlestur á Akureyri. Fyrirlesturinn verður í sal Brekkuskóla v/Skólastíg á Akureyri og hefst klukkan 20:00
22.08.2016
ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk nú í haust. Hafið samband við ADHD samtökin vegna skráningar.