Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD!

Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD! Við minnum á opinn fund samtakanna í dag, laugardaginn 4. september kl. 15:00, í Grósku, Bjarnargötu 1, 102 Reykjavík. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir - einnig beint streymi á helstu miðlum Fundar fólksins og ADHD samtakanna. Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum.

Næsti spjallfundur í Reykjavík ,,Hvernig læri ég heima án þess að GUBBA?!''

Nú eru skólarnir komnir á fullt og eftir allt covid fárið er afar mikilvægt að vel takist til. Lykillinn að góðum árangri gott skipulag og öguð vinnubrögð strax frá fyrsta degi, ekki síst hjá þeim sem þurfa að taka heimanámið fastari tökum en ella. Á fundinum mun Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og varaformaður ADHD samtakanna fer yfir helstu áskoranir varðandi heimanám og skólastarf og bendir á hagnýt ráð sem virka og leiðir umræður.

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 aflýst

Hið góða líf með ADHD á KEX hostel- ATH takmarkaður fjöldi

Sara Hálfdanardóttir MSc jákvæð sálfræði og umræðustjóri hjá Mind og Helga Arnardóttir MSc félags-og heilsusálfræði munu taka vel á móti fólki og stýra skemmtilegu spjalli um mikilvægi styrkleika okkar og - þegar við á - blanda fræðslutengdu efni inn í umræðuna úr heimi jákvæðrar sálfræði.

Lífið með ADHD - Björn Þorfinnsson, skákmaður og ritstjóri

Lífið með ADHD kemur úr sumarfríi með glænýjan þátt og viðtal við Björn Þorfinnsson skákmann og ritstjóra DV. Björn fékk greiningu á fullorðinsaldri og talar meðal annars um það hvernig hann telur ADHD hafa verið honum styrk í skákinni. Karítas Harpa ræðir við Björn um skólagönguna, áhugamálin og skákina.

Námskeiðið færist til 20. september ----> FJARNÁM/STAÐNÁM: TÍA - tómstundir, íþróttir og ADHD-Skráningu líkur 19. september 2021

Hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf og aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi krakka með ADHD. Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH.

Fyrsti spjallfundur haustsins verður 18. ágúst næstkomandi- Hvað verður um ADHD'ið eftir 67 ára ?!

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund um eldra fólk og ADHD, miðvikudaginn 18. ágúst nk. kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn í fundarsal ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4.hæð og er ætlaður öllum sem vilja fræðast um ADHD og efri árin. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur hefur veg og vanda að spjallfundinum og mun hún koma víða við. Fundinum verður einnig streymt í rauntíma á hópnum ADHD í beinni á facebook, sem er hópur ætlaður skuldlausum félagsmönnum ADHD samtakanna.