22.12.2014
Greiðslur einstaklinga vegna lyfjakaupa lækka frá og með 1. janúar 2015. Hámarksgreiðsla einstaklings á 12 mánaða tímabili verður 62.000 krónur en var 69.416 krónur. Hámarksgreiðsla aldraðra 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþega, barna og ungmenna yngri en 22 ára á 12 mánaða tímabili verður 41.000 krónur en var 46.277 krónur.
18.12.2014
Árleg ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar LSH, BUGL, verður haldin föstudaginn 9. janúar 2015 kl. 08:00-16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Þeytispjöld og þrumuský - Erfið hegðun barna". Fundarstjóri er Ragna Kristmundsdóttir.
17.12.2014
ADHD samtökin bjóða í janúar upp á GPS-námskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir drengi, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið. GPS námskeiðið fyrir drengi hefst 17. janúar 2015. FULLBÓKAÐ ER Á NÁMSKEIÐIÐ.
16.12.2014
Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag vegna veðurs. Opnum aftur á morgun, miðvikudag klukkan 13:00.
09.12.2014
Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður spjallfundurinn, sem fyrirhugaður var á morgun, miðvikudag 10. desember. Spjallfundir hefjast í byrjun nýs árs og verða auglýstir á vefsíðu samtakanna.
08.12.2014
Spjallfundur fyrir fullorðna með ADHD verður haldinn nú á miðvikudag, 10. desember. Umræðuefnið er ADHD aðventan og jólin.
02.12.2014
ADHD aðventan og jólin verður umræðuefni spjallfundarins miðvikudagskvöldið 3. desember að Háaleitisbraut 13, fjórðu hæð, klukkan 20.30. Allir velkomnir í kaffi og notalegt spjall!