Gleðileg jól

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Skrifstofa ADHD Samtakanna verður lokuð frá og með fimmtudegi 22. desember. Skrifstofan opnar að nýju mánudaginn 2. janúar 2017 kl. 13:00

Síðasti spjallfundur ársins - Jólin nálgast

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund miðvikudaginn 7. desember kl. 20:30. Þetta er síðasti spjallfundur ársins og verður hann með jólalegu ívafi. Sigurlín Hrund Kjartansdóttir leiðir fundinn en hann verður haldinn í fundarsal, 4.hæð að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.