Síðasti spjallfundur ársins - Jólin nálgast

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund miðvikudaginn 7. desember kl. 20:30. Þetta er síðasti spjallfundur ársins og verður hann með jólalegu ívafi. Sigurlín Hrund Kjartansdóttir leiðir fundinn en hann verður haldinn í fundarsal, 4.hæð að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.