Sumarleyfi

Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð vegna sumarleyfa, til 6. ágúst.

Skráning hafin á ADHD námskeið haustsins

Skráning er hafin á vinsælustu námskeið ADHD samtakanna, sem haldin verða í haust. Um er að ræða fjögur námskeið, sem öll hafa hlotið mikið lof þátttakenda. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fystur kemur fyrstur fær.

Hlaupa eða kaupa - TEAM ADHD hlaupabolirnir fáanlegir

Hlaupabolir ADHD samtakanna eru nú til sölu í vefverslun samtakanna í takmörkuðu magni, en allir sem hlaupa fyrir ADHD samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, 24. ágúst 2019, geta einnig valið sér einn TEAM ADHD hlaupabol, endurgjaldslaust, sem þakklætisvott fyrir stuðninginn.