Skráning hafin á haustnámskeið ADHD samtakanna

Skráning er hafin á námskeið ADHD samtakanna sem haldin verða í haust. Um er að ræða fimm námskeið, fjögur sem hafa verið haldin í einu eða öðru formi á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof þátttakenda og eitt nýtt, fyrir konur með ADHD, sem heitir Áfram stelpur! Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fystur kemur fyrstur fær.

Lífið með ADHD - Lögreglan og ADHD

Lífið með ADHD er nýtt hlaðvarp ADHD samtakanna og nú er fjallað um lögregluna og ADHD. Fram að þessu hefur fólkið sem starfar í lögreglunni lítið tjáð sig um málefnið en í þættinum fær Karitas Harpa rannsóknarlögreglumanninn Hall Hallsson í viðtal til sín og les einnig upp orð annars lögreglumanns sem treysti sér ekki til þess að koma fram undir nafni.