Tvær nýjar bækur í ADHD bókaflóruna

Við vorum að taka á móti tveimur nýjum bókum í bókaflóruna hjá okkur. Bækurnar Súper Viðstödd og Súper Vitrænn eru eftir barnasálfræðingana Soffíu Elínu Sigurðardóttur og Paolu Cardenas en þær eru fyrstu barnabækurnar í seríunni um Súperstyrkina sem eru sex talsins. Hver Súperstyrkur hjálpar börnum að öðlast ákveðna færni sem styrkja sjálfsmynd þeirra. Súper bækurnar miðla sálfræðiþekkingu til barna og uppalendur á skemmtilegan hátt þar sem leitast er við að efla sjálfsþekkingu þeirra, bjargráð og að virkja innri styrk.

Lifið með ADHD - Glowie

Sara Pétursdóttir, betur þekkt undir listamannanafninu Glowie settist niður með Bóas Valdórssyni og ræddu hennar reynslu af því að alast upp með ADHD. Glowie gaf út í síðastliðnum mánuði nýtt lag og myndband sem hún tileinkaði ADHD sem hún kallar sinn ofurkraft. Ekki nóg með að hafa búið til þetta lag þá leikstýrði hún einnig myndbandinu sjálf auk þess að skrifa grein í tónlistartímaritið Clash Magazine og búa til myndasögu um sína reynslu.

Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja

Nýjasta bók barnabókahöfundarins Gunnars Helgasonar, Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja var að koma út og hún fjallar á bráðskemmtilegan, spennandi og hjartnæman hátt um hvernig það er að vera með barn með ADHD. Sagan fjallar Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum.

Fræðslufundir samtakanna fall niður út nóvember.

Spjallfundir falla niður út nóvember, allt landið.

Lífið á eyjunni

Lífið á eyjunni – framleidd af þeim Atla Óskari Fjalarssyni leikara og Viktori Sigurjónssyni kvikmyndagerðarmanni hlaut nýverið verðlaun á Innocenti kvikmyndahátíðinni en hátíðin sem er á vegum UNICEF, er ætlað að varpa ljósi á kvikmyndir sem fjalla um líf og upplifanir barna í heiminum.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur unglinga með ADHD verður haldið laugardagana 6. & 13. nóvember 2021

SKRÁNING STENDUR YFIR á hið sívinsæla fræðslunámskeið fyrir aðstandendur unglinga með ADHD. Námskeiðið verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð, Reykjavík laugardagana 6. nóvember og 13. nóvember 2021 (sjá skipulag hér fyrir neðan).