Hlauptu fyrir team ADHD í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 24. ágúst 2024 og skráningar í hlaupið eru komnar á fullt. ADHD Samtökin vilja þakka þeim frábæra hópi hlaupara sem þegar hafa skráð sig og ætla að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu. Samtökin eru bæði þakklát og djúpt snortin en Reykjavíkurmaraþonið er gríðarlega mikilvægur liður í fjáröflun samtakanna.