Jólakveðja ADHD samtakanna

ADHD samtökin óska félagsfólki og landsmönnum nær og fjær gæfuríkra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum fyrir stuðninginn og samstarfið á árinu.

Erindi af málþingi ADHD samtakanna 2022

Síðastliðinn október, sem er ADHD vitundarmánuður á alþjóðavísu, héldu ADHD samtökin árlegt málþing sitt og að þessu sinni var umfjöllunarefnið biðlistar og sá gríðarlegi samfélagslegi kostnaður sem þeim fylgja. Nú í lok árs 2022 eru hátt í 900 börn sem bíða eftir greiningu og yfir 1.200 fullorðnir sem gerir það að verkum að biðtíminn getur orðið allt upp í tvö til þrjú ár. Mörg gríðarlega áhugaverð erindi voru á málþinginu og hér má finna samantekt á þeim. Ávarp - Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=218 Setning málþings - Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=539 ADHD er ekki til - Haraldur Erlendsson geðlæknir https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=1503 Viljum við betra líf? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD. Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=3284 Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna - Elvar Daníelsson, yfirlæknir https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=7460 Reynslusaga - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingiskona https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=9364

Rafíþróttanámskeið ADHD samtakanna og Fylkis

ADHD samtökin og Rafíþróttadeild Fylkis hafa tekið höndum saman og standa fyrir stuttu kynningarnámskeiði í Rafíþróttum fyrir stelpur og stráka með ADHD á aldrinum 12-17 ára. Æfingatímabilið er frá 9. janúar til 2. febrúar, átta skipti alls. Æfingar fara fram tvisvar sinnum í viku og eru æfingarnar í 90 mínútur í senn. Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkendur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið. Fylkir sér fyrir öllum æfingatækjum, leikjum og aðgöngum en þátttakendum er velkomið að spila aðra leiki eða skrá sig inn á sína aðganga. Hámark eru 10 í hverjum æfingahóp. Tveir hópar verða í boði fyrir stráka og tveir fyrir stelpur. Námskeið strákanna fara fram á mánudögum og miðvikudögum milli 16:30 og 18:00 (hópur 1) og 18:00 og 19:30 (hópur 2). Námskeið stelpnanna fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum milli 16:30 og 18:00 (hópur 1) og 18:00 og 19:30 (hópur 2). Námskeiðin fara fram í rafíþrótta aðstöðu Fylkis, Norðlingabraut 12. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt fyrir því að iðkandinn spili þann leik sem hann hefur verið skráð á æfingar fyrir. Hér er að finna hlekki á hvern og einn hóp Hópur 1 Stelpur: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/rafithrottir-fyrir-stelpur-med-adhd-12-17-ara-hopur-1 Hópur 2 Stelpur: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/rafithrottir-fyrir-stelpur-med-adhd-12-17-ara-hopur-2 Hópur 1 Strákar: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/rafithrottir-fyrir-straka-med-adhd-12-17-ara-hopur-1 Hópur 2 Strákar: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/rafithrottir-fyrir-straka-med-adhd-12-17-ara-hopur-2

Ert þú Utangáttaþefur?

Fjórtándi var Utangáttaþefur, vappandi um túnin. Þegar hann kom til byggða, var öll hátíðin búin. Ef þú ert á síðustu stundu og að reyna að halda allt of mörgum boltum á lofti er hægt að finna allt sem ADHD einstaklinginn í lífi þínu vantar í vefverslun ADHD samtakanna https://www.adhd.is/is/vefverslun

ADHD Eyjar hlýtur styrk Miðstöðvarinnar

Á þriðjudaginn síðastliðinn fengu samtökin boð í móttöku til að veita viðtöku styrk frá Miðstöðinni, frá þeim hjónum Marinó Sigursteinssyni og Marý Kolbeinsdóttur. Miðstöðin er fjölskyldufyrirtæki og hefur alltaf lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og veitingu styrkja til góðra málefna í samfélaginu. Við erum djúpt snortin af þeim ríkulega styrk og trausti sem samtökunum er sýnt.

Ný og fjölbreytt námskeið ADHD samtakanna vorið 2023

Vornámskeið ADHD samtakanna – skráning hafin! Nú stefnum við hraðbyri inn í nýtt ár og samtökin ætla að hefja árið með trompi. Níu námskeið staðfest á fyrri hluta ársins og enn getur aukist við framboðið. Af þessum níu eru fimm ný af nálinni en fjögur þeirra hafa verið í boði til langs tíma og hlotið mikið lof meðal þátttakenda. Gott framboð er af námskeiðum kenndum á staðnum, sum í fjarkennslu sem hentar vel þátttakendum víðsvegar á landinu. Nýju námskeiðin okkar eru eftirfarandi: Rafíþróttanámskeið fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12 – 17 ára sem unnið er í samstarfi við Rafíþróttadeild Fylkis. Understanding ADHD sem fyrsta námskeiðið um ADHD á ensku á Íslandi og einnig er boðið upp á þrjú ný námskeið sem leggja sérstaka áherslu á skólasamfélagið en þau nefnast; Leikskólinn og ADHD, Grunnskólinn og ADHD og Skólaumhverfið og ADHD. Námskeiðin eru sérhönnuð og ætluð kennurum, leiðbeinendum og öðru starfsfólki skóla sem vinnur með börnum með ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur fyrstur fær. Frekari upplýsingar um námskeiðin eru að finna hér:

Kolsvartur föstudagur í vefverslun ADHD samtakanna

Það er kolsvartur föstudagur í vefverslun ADHD samtakanna og þar er 30% afsláttur fyrir félagsfólk í heila viku (lýkur 2. Des). Vefverslunina er hægt að nálgast hér: https://www.adhd.is/is/vefverslun/index/allar-vorur Afsláttarkóðinn er: ADHD2021!

Viljum við betra líf? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD

Upptaka af ávarpi Önnu Töru, doktorsnema við Háskólann í Barcelona frá málþingi ADHD Samtakanna í október síðastliðnum. Ávarpið ber undirskriftina: Viljum við betra líf? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD

Fræðslufundur - Samskipti foreldra og unglinga

Minnum á fræðslufundinn í kvöld - Samskipti foreldra og unglinga Á þessum fræðslufundi mun Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur fara yfir hvernig hægt er að efla jákvæð og uppbyggjandi samskipti, setja reglur og fylgja þeim eftir. Allir þekkja aðstæður þar sem upp koma erfið mál og samskiptavandi. Sólveig gefur góð ráð og leiðbeinir foreldrum og aðstandendum hvernig hægt er að koma í veg fyrir neikvæð samskipti og skapa traust mili foreldra og unglings. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, 108 Reykjavík. í kvöld 30. nóvember kl. 20:00-21:30 Hægt er að skrá sig á Facebook síðu: https://www.facebook.com/events/542765064333080/?ref=newsfeed Verið velkomin á fræðslufundinn! Hægt er að skrá sig í samtökin á eftirfarandi hlekk: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Fræðslufundur Eyrabakka - Prófaundirbúningur

Minnum á Fræðslufundinn um prófaundirbúning fyrir framhaldsskóla í kvöld á Skrúfunni Drífa Pálín Geirsdóttir, aukakennari með ADHD og Charlotte Sigrid Á Kósini, kennari fara yfir allt sem þú vilt vita svo þú getir masterað að læra fyrir próf án þess að klára TicToc, klára heila sjónvarpsseríu og þrífa allt heima hjá þér hátt og lágt. Það er bara hunderfitt að læra fyrir próf og stundum hjálpar ADHD bara alls ekki neitt, þá er gott að hafa réttu tólin til að vinna verkið. Fundurinn er stílaður á nemendur í framhaldsskólum og aðstandendur þeirra en getur einnig nýst nemendum á öðrum skólastigum. Fundurinn fer fram í Skrúfunni Eyrabakka. Húsið opnar 19:15, kaffi og kruðerí í boði. Skráning á facebook síðu: https://www.facebook.com/events/1169211267354190?ref=newsfeed Hægt er að skrá sig í samtökin á eftirfarandi hlekk: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt Verið hjartanlega velkomin!