Tilnefning til Hvatningarverðlauna ADHD Samtakanna

Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna eru veitt hverjum þeim sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt fram til bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Verðlaunin má veita til einstaklinga, félagasamtaka, stofnanna, fyrirtækja eða hverskyns lögaðila. Stjórn samtakanna veitir verðlaunin en óskar eftir tilnefningum frá félagsmönnum ADHD samtakanna. Tilnefna má einn eða fleiri, einstakling, félagasamtök, stofnun, fyrirtæki eða hverskyns lögaðila. Stuttur texti með rökstuðningi þarf að fylgja með. Ef tilnefna á fleiri en einn aðila er farið aftur í gegnum upphaflega hlekkinn. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 1. september á meðfylgjandi formi. Farið verður með allar tilnefningar sem trúnaðarmál.

Að virka sem best með ADHD ? Spjallfundur á Egilsstöðum

Að virka sem best með ADHD ? ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með Jónu Kristínu Gunnarsdóttur, kennara og fv varaformanni ADHD samtkanna. Fundurinn verður í Menntaskólanum á Egilstöðum, stofu 12 og húsið opnar klukkan 16:15 og dagskrá hefst kl 16:30. Öll velkomin.

Vilhjálmur Hjálmarsson talks to the good people at Grapevine

Vilhjálmur Hjálmarsson Chair of ADHD samtökin/ADHD Iceland popped into the Grapevine headquarters to talk to Josie Anne and Valur about the state of ADHD affairs in Iceland today. Attention Deficit Hyperactivity Disorder, or ADHD, has been in the news in Iceland in recent months due to huge waiting lists for diagnosis and misconceptions in regards to ADHD medication and treatment. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna stoppaði við í viðtali hjá þeim Josie Anne og Val í hlaðvarpinu Íslenska samantektin sem er hlaðvarp frétta- og menningarmiðlinum Grapevine. Þar ræddi hann stöðu ADHD mál á landinu en staða greininga hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misserin auk þess fór hann yfir nokkrar staðreyndarvillur um lyfjagjöf og meðferð ADHD.

Skólinn og ADHD – Nýtt námskeið í haust

Enn bætist í flóru námskeiða sem samtökin eru bjóða uppá, en nú í enda ágúst hefst nýtt námskeið sem ætlað er kennurum og öðru starfsfólki skóla sem vinnur með börnum með ADHD. Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu skólasamfélagsins á ADHD röskuninni og þeim eiginleikum og áskorunum sem henni fylgja. Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu. Fjallað er um kvíða og depurð og hvernig hægt er að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Að auki er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu og umönnun barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra í námi, samstarfi og leik. Námskeiðið sem er fjarnámskeið, fer fram laugardaganna 27. ágúst og 3. september er kennt í tvo tíma í senn frá 10 til 12 báða daganna. Félagsfólk samtakanna fær afslátt að skráningargjaldinu og svo er hægt að sækja um til stéttarfélaga um niðurgreiðslu.

Hvetjum okkar fólk - Team ADHD!

Vel á þriðja tug einstaklinga munu hlaupa í fyrir ADHD samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Enn er hægt að slást í hópinn og/eða styðja hann - bæði í formi áheita og hvatningar á hlaupadeginum. Með því að heita á hlaupranna í Team ADHD getum við gert starfsemi ADHD samtakanna enn öflugri en ella. Bæði er hægt að heita á einstaka hlaupara eða hópinn í heild, en sú leið hentar auðvitað sérstaklega vel fyrir fyrirtæki og þá sem þekkja marga í hópnum.

ADHD samtökin fta - félag til almannaheilla!

ADHD samtökin hafa fengið formlega skráningu sem félag til almannaheilla í samræmi við nýsamþykkt lög um slík félög. Skráningin er mikilvæg viðurkenning á að markmið samtakanna séu samfélaginu til heilla og að öll umgjörð starfseminnar sé vel úr garði gerð. ADHD samtökin hafa einnig fengið skráningu á almannaheillaskrá skattsins en sú skráning veitir öllum styrktaraðilum samtakanna sjálfkrafa skattafslátt í samræmi við lög þar um.

Fullt hús á ADHD námskeiði Reykjavíkurborgar

Yfir 200 þátttakendur úr leikskólum Reykjavíkurborgar, tóku þátt í námskeiði ADHD samtakanna, sem haldið var þann 13. júní sl. á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar – setið var í hverju sæti! ADHD samtökin þakka Reykjavíkurborg fyrir framtakið sem er til mikillar fyrirmyndar og mun án nokkurs vafa stuðla að aukinni þekkingu um ADHD og betra starfsumhverfi á leikskólum borgarinnar.

Nemendur Lindaskóla styða ADHD samtökin

Nemendur Lindaskóla í Kópavogi söfnuðu 200.000 fyrir ADHD samtökin í árlegu áheitahlaupi skólans. Styrkurinn var afhentur samtökunum á útskriftarhátíð skólans að viðstöddu fjölmenni, nemendum, foreldrum og starfsfólki Lindaskóla.

ADHD og sumarfrí

Á morgun, miðvikudaginn 1. júní næst komandi kl. 19:30 verður fjallað um ADHD og sumarfrí. Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól sumar og taumlaus gleði... eða hvað? Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemmtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streitu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur fara yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður.

Lífið með ADHD - Ari H. G. Yates - teiknari og rithöfundur