Hlauptu fyrir team ADHD í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 19. ágúst 2023 og skráningar í hlaupið eru komnar á fullt. ADHD Samtökin vilja þakka þeim frábæra hópi hlaupara sem þegar hafa skráð sig og ætla að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu. Samtökin eru bæði þakklát og djúpt snortin en Reykjavíkurmaraþonið er gríðarlega mikilvægur liður í fjáröflun samtakanna. Enn er hægt að slást í hópinn með því að skrá sig hér. Þau sem hlaupa fyrir ADHD Samtökin fá flottann hlaupabol frá samtökunum sem þakklætisvott. Þegar þú hefur skráð þig til leiks getur þú sent okkur póst á adhd@adhd.is og valið hvaða bol þú vilt - margar tegundir eru í boði. Við hvetjum einnig öll til þess að styðja þennan flotta hóp, bæði í formi áheita og hvatningar á hlaupadeginum. Með því að heita á hlauparana í Team ADHD getum við gert starfsemi ADHD samtakanna enn öflugri. Sjá hópinn hér.