Gleðilega hátíð

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Við þökkum samskiptin og allan stuðninginn á árinu sem er að líða.

ADHD og mótsagnir um lyfjafíkn - Opið bréf til landlæknis

Formaður og framkvæmdastjóri ADHD samtakanna skrifa landlækni opið bréf á visir.is í dag og óska eftir skýringum á fullyrðingum starfsmanna embættisins sem birtust í grein í Læknablaðinu um ADHD og fíkn.

Síðasti spjallfundur ársins í kvöld

Miðvikudaginn 11. desember, efnum við til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er "Ánægjulegri aðventa". Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir leiðir fundinn sem hefst klukkan 20:30.

Lyfjagreiðslukerfið einfaldað

Frá og með gærdeginum, öðlaðist fólk sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði þegar það hefur náð þakinu sem skilgreinir hámarkskostnað einstaklings. Umsókn læknis, sem áður var krafist, er nú óþörf. ADHD samtökin fagna þessari breytingu í átt til einföldunar.

Pjetur St. Arason: Björgum börnunum-Nokkur orð um þríhjólaslys, ofbeldi, ADHD og lyfjanotkun

Það var kennari við skólann sem beitti líkamlegum refsingum, hann átti það til að sparka í mig með tréklossunum sínum, marblettirnir sem komu eftir þau spörk eru löngu horfnir en örin á sálinni eru djúp. Þetta var á áttunda áratug síðustu aldar, ég veit að skólinn hefur breyst töluvert síðan og vonandi er starfsfólk skólans orðið meðvitaðra um að óþægðin verður ekki barin úr börnunum.

Jólakort ADHD samtakanna

ADHD samtökin selja jólakort fyrir þessi jól líkt og áður. Kortið er teiknað af Mæju - Maríu Sif Daníelsdóttur myndlistarkonu en Mæja er jafnframt stjórnarmaður í ADHD samtökunum.

Spjallfundur - Miðvikudag 6. nóvember

Félagsleg samskipti er yfirskrift spjallfundar ADHD samtakanna annað kvöld, miðvikudag 6. nóvember. Fundurinn er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD.

Nýr framkvæmdastjóri ADHD samtakanna

Þröstur Emilsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ADHD samtakanna til tveggja ára frá og með 1. nóvember. Ellen Calmon sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri samtakanna hefur fengið tveggja ára leyfi frá störfum eftir að hún var kosin formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Spegillinn RÚV: ADHD þarf að greina snemma

Spegillinn á RÚV fjallaði um afmælisráðstefnu ADHD samtakanna og ræddi meðal annars við Halldóru Ólafsdóttur, yfirlækni á göngudeild og bráðamóttöku geðdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hún segir að ef ofvirkni og athyglisbrestur greinist ekki og sé ekki meðhöndlað, margfaldist hætta á námsörðugleikum, þunglyndi og kvíða og börnum og unglingum og líkur aukist á að þau verði vímuefnum að bráð og lendi upp á kant við samfélagið.

Vinfús Hins Hússins: Hópastarf fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára

Starfið er hugsað fyrir alla einstaklinga sem vilja kynnast nýju fólki og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.