Breytt Dagsetning: Sjálfsmynd og líðan barna með ADHD og Tíðni fylgikvilla hjá börnum með ADHD

Sara Tosti og Guðlaug Marion Mitchison kynna niðurstöður rannsókna sinna í húsnæði ADHD samtakanna miðvikudaginn 25. september.

Afmælisráðstefna ADHD samtakanna - Hægt að skrá sig gegn lægra gjaldi til 15.september

Skráning er nú í fullum gangi á afmælisráðstefnu ADHD samtakanna "Lífsins ganga með ADHD". Ráðstefnan verður dagana 25. og 26. október á Grand hótel Reykjavík. Frestur til að skrá sig gegn lægra gjaldi hefur verið framlengdur til 15. september.

RÚV fjallaði um helgina um biðlista eftir greiningu ADHD: Listarnir lengjast stöðugt

Um 240 börn bíða nú eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af um 190 eftir ADHD greiningu. Biðlistinn lengist stöðugt og biðtíminn er að meðaltali um tíu mánuðir.

Magnaður fyrirlestur Marks

Fyrirlestur Mark Patey í Safnaðarheimili Neskirkju í gærkvöld tókst frábærlega. Rúmlega 70 manns mættu og hlýddu á erindi hans, sem var í senn fræðandi og gríðarskemmtilega fram sett. Patey segir ADHD eina verðmætustu vöggugjöfina sem hann hlaut, röskunin hafi gert honum kleift að hugsa út fyrir boxið.

Styttist í Reykjavíkurmaraþon: Hlaupum til góðs

Hátt í fjörutíu þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa ákveðið að hlaupa í þágu ADHD samtakanna og sett af stað áheitasöfnun. ADHD samtökin eru afar þakklát fyrir þennan stuðning og hvetja alla þá sem láta sig málefni ADHD einstaklinga varða, að heita á hlauparana okkar.

Tök á tilverunni: Námskeið við athyglisbresti og kvíða

Kvíðameðferðarstöðin auglýsir námskeið þar sem veitt er fræðsla um athyglisbrest á fullorðinsárum og kenndar leiðir til að draga úr hamlandi áhrifum athyglisbrests með bættu skipulagi, athygli, minnistækni, tímastjórnun og bjargráðum við frestunaráráttu. Námskeiðið hefst 5. september og verður á fimmtudagseftirmiðdögum frá 15 til 17. Um er að ræða 7 skipti sem samsvarar 14 tímum alls, sex skipti vikulega og eitt skipti mánuði síðar.

Fræðslunámskeið fyrir foreldra: Skráning hafin

Fræðslunámskeið fyrir foreldra hefjast í september og er skráning hafin hér á vefnum. Námskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna verða laugardagana 7. og 14. september og fyrir foreldra 13-16 ára barna verða námskeið haldin laugardagana 21. og 28. september.

Fyrirlestur Mark Patey: ADHD – Verðmæt vöggugjöf: SKRÁNING VIÐ INNGANGINN

ADHD samtökin bjóða félagsmönnum og öðrum upp á athyglisverðan fyrirlestur í Neskirkju 21. ágúst.

Svellköld herferð í þágu góðra málefna

ADHD samtökin eru ein þeirra samtaka sem Mýrarboltamenn fyrir Vestan völdu til þátttöku í herferð sem hrundið var af stað í dag. Annars vegar er ætlunin að vekja athygli á málefnum hverra samtaka fyrir sig og hins vegar að leggja samtökunum fjárhagslegt lið. Það gera netnotendur með því að fara inn á

Hlaupum til góðs

Nítján þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa ákveðið að hlaupa í þágu ADHD samtakanna og sett af stað áheitasöfnun. ADHD samtökin eru eitt 74 góðgerðarfélaga sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta hlaupið fyrir í ágúst næstkomandi og um leið vakið athygli á málstaðnum. Þrítugasta Reykjavíkurmaraþonið fer fram laugardaginn 24. ágúst. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is.