Ráðherra vill tryggja geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á Norður- og Austurlandi:

ADHD samtökin fagna þeirri áherslu sem Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur lagt á að tryggja geðheilbrigðisþjónustu barna og ungmenna á Norður- og Austurlandi. ADHD samtökin binda vonir við að allir, sem að málinu þurfa að koma, leggist á eitt svo ljúka megi málinu hið fyrsta. Málið var rætt á Alþingi í vikunni.

Myndir frá afmælishátíð ADHD samtakanna

Tvö ný myndaalbúm eru nú komin á vefinn. Annars vegar eru myndir frá afmælishátíð ADHD samtakanna í Guðmundarlundi í Kópavogi og hins vegar myndir frá afmælishátíðinni að Hömrum ofan Akureyrar.

Hlaupum til góðs: Opnað fyrir áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni

ADHD samtökin eru eitt 74 góðgerðarfélaga sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta hlaupið fyrir í ágúst næstkomandi. Þrítugasta Reykjavíkurmaraþonið fer fram laugardaginn 24. ágúst og er áheitasöfnun hafin.

Afmælisfagnaður í regni og sól

25 ára afmæli ADHD samtakanna var fagnað að Hömrum við Akureyri og í Guðmundarlundi í Kópavogi á sunnudag. Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is