ADHD samtökin fta - félag til almannaheilla!

ADHD samtökin hafa fengið formlega skráningu sem félag til almannaheilla í samræmi við nýsamþykkt lög um slík félög. Skráningin er mikilvæg viðurkenning á að markmið samtakanna séu samfélaginu til heilla og að öll umgjörð starfseminnar sé vel úr garði gerð. ADHD samtökin hafa einnig fengið skráningu á almannaheillaskrá skattsins en sú skráning veitir öllum styrktaraðilum samtakanna sjálfkrafa skattafslátt í samræmi við lög þar um.

Fullt hús á ADHD námskeiði Reykjavíkurborgar

Yfir 200 þátttakendur úr leikskólum Reykjavíkurborgar, tóku þátt í námskeiði ADHD samtakanna, sem haldið var þann 13. júní sl. á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar – setið var í hverju sæti! ADHD samtökin þakka Reykjavíkurborg fyrir framtakið sem er til mikillar fyrirmyndar og mun án nokkurs vafa stuðla að aukinni þekkingu um ADHD og betra starfsumhverfi á leikskólum borgarinnar.

Nemendur Lindaskóla styða ADHD samtökin

Nemendur Lindaskóla í Kópavogi söfnuðu 200.000 fyrir ADHD samtökin í árlegu áheitahlaupi skólans. Styrkurinn var afhentur samtökunum á útskriftarhátíð skólans að viðstöddu fjölmenni, nemendum, foreldrum og starfsfólki Lindaskóla.