01.11.2013
Spegillinn á RÚV fjallaði um afmælisráðstefnu ADHD samtakanna og ræddi meðal annars við Halldóru Ólafsdóttur, yfirlækni á göngudeild og bráðamóttöku geðdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hún segir að ef ofvirkni og athyglisbrestur greinist ekki og sé ekki meðhöndlað, margfaldist hætta á námsörðugleikum, þunglyndi og kvíða og börnum og unglingum og líkur aukist á að þau verði vímuefnum að bráð og lendi upp á kant við samfélagið.
31.10.2013
Starfið er hugsað fyrir alla einstaklinga sem vilja kynnast nýju fólki og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.
30.10.2013
Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur var meðal fjölmargra fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu ADHD samtakanna um helgina „Lífsins ganga með ADHD".
22.10.2013
Geðheilsustöð Breiðholts og Hugarafl bjóða til fræðslufundar fimmtudaginn 31. október kl. 17 til 19 undir yfirskriftinni "Hvernig bæti ég geðheilsu mína og annarra?". Fundurinn fer fram í félagsmiðstöðinni Árskógum 4 og er öllum opinn.
21.10.2013
Hversu oft hefur þú heyrt athugasemdir eins og “ADD/ADHD er bara afsökun”? Efasemdarmenn hafa haldið því fram að ekki sé um raunverulega röskun að stríða heldur afsökun fyrir slæmri hegðun eða náms- og atvinnutengdum erfiðleikum. Þótt hugsanlega megi nota ADHD sem afsökun, er vænlegra að hugsa um það sem skýringu, sem auðveldar einstaklingum með ADHD að taka aukna ábyrgð á eigin erfiðleikum og ná stjórn á einkennunum.
19.10.2013
Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna var kjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi ÖBÍ sem fram fór í dag. Ellen hlaut 50 atvkæði en Guðmundur Magnússon, fráfarandi formaður hlaut 46 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og ógildir.
18.10.2013
„Mér vitanlega er ég eini presturinn innan Þjóðkirkjunnar sem hlustar á dauðarokk. Ég hef sérstaka unun af sænsku dauðarokki,“ segir séra Sigurvin Lárus Jónsson í bráðskemmtilegu viðtali við Fréttatímann í dag. Hann bætir við, „Það er miklu betra en norskt dauðarokk.“
16.10.2013
Eyþór Ingi er í skemmtilegu spjalli við DV í dag. Hann segir athyglisbrestinn stundum til vandræða en honum fylgi einnig ýmsir kostir.
16.10.2013
Umfjöllun um ADHD samtökin var meðal efnis í nýjum þætti sjónvarpsstöðvarinnar N4, "Borgarinn", sem fór í loftið síðastliðinn miðvikudag.
11.10.2013
Þann 1. desember næstkomandi tekur gildi breyting á nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu með aukinni sjálfvirkni til einföldunar, jafnt fyrir lyfjanotendur og lækna.