Aðalfundur ADHD samtakanna 29. apríl 2021

Aðalfundur ADHD samtakanna fór fram 29. apríl 2021. Elín H. Hinriksdóttir lét af formennsku eftir farsæla stjórn í þrjú kjörtímabil. Vilhjálmur Hjálmarsson var kjörin formaður samtakanna á aðalfundinum og Jóna Kristín Gunnarsdóttir var kjörin varaformaður samtakanna, við óskum þeim innilega til hamingju með ný hlutverk. Í samræmi við lög samtakanna var kjörið í helming stjórnarsæta, tvö í aðalstjórn og tvö í sæti varamanns, til ársins 2022, en stjórn ADHD samtakanna skipa sjö aðalmenn og tveir til vara.

ADHD og markþjálfun- Spjallfundur á Akureyri

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund um samskipti foreldra og barna með ADHD á Akureyri, á morgun 27.apríl 2021 kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í Grófinni, Hafnarstræti 95 og er ætlaður fullorðnum með ADHD, öðrum aðstandendum fólks með ADHD og öllu öðru áhugafólki um uppbyggileg og gagnleg samskipti. Mætum og tökum með okkur gesti.

ADHD og eldra fólk - spjallfundur í beinu streymi

ADHD og eldra fólk - opinn spjallfundur í Reykjavík, í kvöld, miðvikudaginn 21. apríl kl. 20:30. Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta fylgst með í beinu streymi í facebook hopnum ADHD í beinni! Öll þekkjum við þegar eldra fólk er sagt vera með elliglöp, sé farið að kalka eða ekki með sjálfu sér... En hvað með ADHD, einhverfu eða aðrar raskanir...? Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna mun á fundinum fjalla um rannsóknir sínar á ADHD meðal eldra fólks, en Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ.

Seigla, bjargráð og verkefni fullorðinna með ADHD - spjallfundur á Egilsstöðum

Munið spjallfundinn á morgun - ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með Tinnu Halldórsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú. Fjallað verður um seiglu, bjargráð og verkefni fullorðinna með ADHD. Fundurinn fer fram í Vonarlandi á Egilsstöðum, miðvikudaginn 21. apríl kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir!

Lífið með ADHD - Móðir barns með ADHD

Erfiðleikar barns með ADHD hafa ekki einungis áhrif á það heldur einnig umhverfið sem barnið lifir og hrærist í dags daglega. Í þessum þætti af Lífið með ADHD fáum við móður barns með ADHD sem glímir m.a. við það að beita ofbeldi. Við heyrum hennar upplifun og reynslu á því að vera móðir í þessum aðstæðum, samskipti við skólayfirvöld og hvað mætti betur fara. Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.