ADHD og markþjálfun- Spjallfundur á Akureyri

ADHD og markþjálfun - spjallfundur á Akureyri.
ADHD og markþjálfun - spjallfundur á Akureyri.
ADHD Norðurland bjóða upp á opinn spjallfund um ADHD og markþjálfun þriðjudaginn 27. apríl nk. kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4.hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD, aðstandendum og öllu öðru áhugafólki um ADHD og betra líf.
 
Daglegt líf með ADHD getur sannarlega verið áskorun. Á spjallfundinum skoðum við hvernig vinna má með þessar áskoranir daglegs lífs og jafnvel vekja gamla drauma til lífs! Við skellum á okkur linsum ADHD markþjálfunar og skoðum hvernig má takast á við ADHD og njóta þess. Umsjónarmaður fundarins er Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
 
Fundurinn verður haldinn þann 27. apríl kl. 16:30 í Grófinni, Hafnarstræti 95
 

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni. Einnig má finna rafrænar útgáfur þeirra hér 

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD Norðurland á Akureyri eru yfirleitt á þriðjudögum í hverjum mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.

ADHD Norðurland heldur úti Facebook síðu. Vertu með! Skráðu þig á Facebook viðburðinn og fáðu áminningu

Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.

Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.