ADHD og eldra fólk - spjallfundur í beinu streymi

ADHD og eldra fólk - opinn spjallfundur í Reykjavík og beinu streymi.
ADHD og eldra fólk - opinn spjallfundur í Reykjavík og beinu streymi.
ADHD og eldra fólk - opinn spjallfundur í Reykjavík. Miðvikudaginn 21. apríl kl. 20:30-22:00 stýrir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur umræðum um ADHD og eldra fólk.
Spjallfundurinn verður haldinn í húsakynnum ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4.hæð í Reykjavík.
 
Fundinum verður einnig streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna ADHD í beinni:
https://www.facebook.com/groups/613013522504922
 
Öll þekkjum við þegar eldra fólk er sagt vera með elliglöp, sé farið að kalka eða ekki með sjálfu sér... En hvað með ADHD, einhverfu eða aðrar raskanir...? Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna mun á fundinum fjalla um rannsóknir sínar á ADHD meðal eldra fólks, en Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ.
 

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.