Fullt hús á fræðslufundi í Hlíðarskóla á Akureyri

Minna tuð - meiri tenging var yfirskriftin á fræðslufundi á Akureyri sem fór fram í Hlíðarskóla. Góð mæting var á fundinn sem fjallaði um mikilvægi skilnings og tengingar fyrir aðstandendur barna með ADHD.

Nýr bæklingur "Stúlkur, konur og ADHD".

ADHD samtökin hafa gefið út nýjan fræðslubækling er nefnist „Stúlkur, konur og ADHD“. Honum er ætlað að varpa ljósi á stöðu stúlkna og kvenna með ADHD og hvernig ADHD hefur áhrif á líf þeirra. Birtingarmyndir ADHD koma fram með öðrum hætti hjá stúlkum og drengjum sem iðulega gerir það að verkum að umhverfið áttar sig ekki á þeim erfiðleikum sem stúlkur og konur glíma við dag hvern. Áhrif ADHD eru margvísleg og snerta mörg svið í þeirra lífi. Bæklingurinn er gefin út á íslensku og ensku.

Er það bara ég.... konur, stúlkur og ADHD

Elín H. Hinriksdóttir og Inga Aronsdóttir ræddu um ADHD tengt stúlkum og konum.

Yfir 300 tóku þátt í málþingi ADHD samtakanna og Sjónarhóls Ráðgjafarmiðstöðvar

Málþing ADHD samtakanna og Sjónarhóls Ráðgjafarmiðstöðvar fór fram föstudaginn 31. október og var lokaviðburðurinn í vitundarmánuði um ADHD. Uppselt var í sal og um 200 manns fylgdust með í streymi.