Er það bara ég.... konur, stúlkur og ADHD

Í gærkvöldi var fræðslufundur um konur, stúlkur og ADHD. Fræðslufundurinn var með öðru sniði en vanalega og ræddu þær Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur hjá ADHD samtökunum og Inga Aronsdóttir um reynslu Ingu af því að vera með ADHD og komu inn á ýmis bjargráð og fræðslu tengt efninu. ADHD samtökin hafa nýlega gefið út bækling um stúlkur, konur og ADHD. Upptaka af fræðslufundinum er aðgengileg félagsfólki í viku inni á Facebook síðunni ADHD í beinni.