Spjallfundur í kvöld - ADHD og lyf

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 15. nóvember 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf" og eru umsjónarmenn Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fordómar ríkja gagnvart notkun lyfja við ADHD

Faðir tveggja barna með ADHD, sem sjálfur er með sömu greiningu, segir fordóma ríkja gagnvart lyfjanotkun sem veiti sannarlega betri lífsgæði. Aftur á móti verði að veita börnum ókeypis sálfræðiaðstoð meðfram lyfjagjöfinni, svo þau eflist félagslega.

Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn: ADHD og lyf

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf" og eru umsjónarmenn Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.