Fordómar ríkja gagnvart notkun lyfja við ADHD

Hákon Helgi Leifsson                    MYND/Stöð2
Hákon Helgi Leifsson MYND/Stöð2

Faðir tveggja barna með ADHD, sem sjálfur er með sömu greiningu, segir fordóma ríkja gagnvart lyfjanotkun sem veiti sannarlega betri lífsgæði. Aftur á móti verði að veita börnum ókeypis sálfræðiaðstoð meðfram lyfjagjöfinni, svo þau eflist félagslega.

Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um niðurstöður rannsóknar á lyfjagjöf til barna með sérþarfir. Þar undir falal börn með ADHD greiningu. Afar fá úrræði standa foreldrum þessara barna til boða en þjónusta sálfræðinga er undanskilin greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) nema í örfáum undantekningartilvikum. Yfirvöld líta því ekki á sálfræðiþjónustu líkt og hverja aðra heilbrigðisþjónustu og þurfa foreldrar og aðrir sem vilja nýta sér þjónustu sálfræðinga, að greiða háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu.

ADHD samtökin hafa ítrekað krafist þess að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi SÍ en yfirvöld hafa ekki léð máls á því. Síðast í byrjun ársins 2017 afhentu ADHD samtökin og sjö önnur hagsmunasamtök heilbrigðisráðherra undirskriftir rúmlega 11.300 landsmanna með áskorun til stjórnvalda þess efnis að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, hún verði nú þegar felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. 

Engin viðbrögð hafa orðið við þeirri áskorun og staðan því enn sú sama, einstaklingur sem ætlar að leita þjónsutu sálfræðings þarf nær undantekningalaust að greiða 12.000 til 17.000 krónur fyrir hvern tíma.

 

Frétt Stöðvar2 - 8.nóvember 2017

Frétt Stöðvar2 - 7.nóvember 2017 


Senda póst til ADHD samtakanna