ADHD og náin sambönd - Fræðslufundur

Á þessum spjallfundi munu Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi MA, og eiginmaður hennar, Arnór Heiðarsson aðstoðarskólastjóri, deila reynslu sinni af ADHD í parasambandinu. Ýmsum spurningum verður velt upp eins og: -Hvaða áskoranir mæta pari þegar annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki? -Hvernig er hægt að takast á við þær áskoranir til að eiga farsælt parasamband? Farið verður yfir hvernig einkenni ADHD geta haft áhrif á pör þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki, hverjar helstu áskoranirnar í samskiptum og verkaskiptingu heimilisins eru og hvernig hægt er að takast á við þær áskoranir. Í lok fundarins verða opnar umræður. Fræðslan er einkum ætluð pörum þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki, og eru pör hvött til að mæta saman. Fræðslufundurinn fer fram 9. maí kl. 20:00 - 21.00 í húsakynnum ADHD samtakanna Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík á fjóðru hæð. Heitt á könnunni. Einnig er honum streymt á ADHD í beinni á Facebook fyrir skráða meðlimi samtakanna. Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: https://fb.me/e/2mWQeA7Vz Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd Verið velkomin á fræðslufundinn!

Áfram stelpur! - síðustu forvöð til að skrá sig

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á Áfram Stelpur! námskeiðið sem er nú í apríl, námskeiðið er það síðasta fyrir sumarið og verður ekki aftur fyrr en í haust. Kennt er í fjórum lotum miðvikudagana 12, 19, 26 apríl og 3. maí frá 17:00 og 19:30. Markmið námskeiðs: Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu. Námskeiðið verður í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Elín H. Hinriksdóttir sérkennari.

Málþroskaröskun DLD og ADHD

Á morgun þriðjudaginn 21. mars ætla Tinna Tómasdóttir og Lovísa Jóhannsdóttir talmeinafræðingar að fræða okkur um málþroskaröskun barna. Málþroskaröskun DLD er dulin skerðing og kemur snemma fram hjá börnum og viðhelst fram á fullorðinsár. Málþroskaröskun DLD er algeng og sýna rannsóknir að eitt af hverjum 14 börnum glími við einkenni DLD. Málþroskaröskun DLD kemur oft fram samhliða öðrum röskunum t.d. ADHD, lesblindu eða námserfiðleikum. Einkenni DLD og ADHD eru oft svipuð og skarast og því getur stundum verið erfitt að átta sig á hvað er hvað. Vonumst til að sjá sem flesta – málþroskaröskun DLD og ADHD viðkemur okkur öllum. Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: https://fb.me/e/12zVpYrS6 Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Sjónrænt skipulag - fræðslufundur á Selfossi

Er erfitt að fá barnið til að fylgja fyrirmælum og skapa ramma og rútínu? Börn með ADHD eiga iðulega erfitt með að skilja og fylgja eftir munnlegum fyrirmælum en hafa þess í stað sjónræna styrkleika. Þegar þjálfa á daglegar venjur og fá barnið til að fylgja þeim getur sjónrænt skipulag komið að góðum notum. Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fer yfir nokkrar aðferðir og leiðir sem hægt er að nota til að kenna, þjálfa og styðja við daglegar rútínur. Fundurinn fer fram nú á miðvikudaginn, 22. mars næstkomandi og hefst klukkan 20:00. Fundurinn fer fram í austurrými Vallaskóla, Sólvöllum 2. Gengið inn af Engjavegi Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Aðalfund ADHD samtakanna 2023

Við minnum á aðalfund ADHD samtakanna fta. í kvöld, miðvikudaginn 19. apríl kl. 20:00. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð - sjá nánar meðfylgjandi dagskrá. Ein lagabreytingartillaga liggur fyrir fundinum um formlega innleiðingu á nýju merki félagsins í lögin. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á Facebook viðburð aðalfundarins svo áætla megi mætingu.

ADHD og fjármál - nýtt fjarnámskeið!

ADHD og fjármál - nýtt fjarnámskeið með Valdísí Hrönn Berg, fjárhagsmarkþjálfa verður haldið 22 og 29 apríl nk - stutt námskeið með aðferðum sem virka fyrir fólk með ADHD. Skráningu lýkur á næstu dögum... afsláttur fyrir félagsfólk ADHD samtakanna.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD - Síðustu forvöð til skrángar

Síðustu forvöð til þess að skrá sig á fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6 til 12 ára fer fram helgarnar 25. mars og 1. apríl. Kennslan fer fram á milli 10:00 og 15:00. Námskeiðið er í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð en fjarfundarbúnaður er einnig í boði fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á ADHD gróskunni og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nákomna. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.

Nýr þáttur af Lífið með ADHD - Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir

Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir hefur á síðustu misserum vakið þónokkra athygli en hún hélt nýlega fyrirlestra á ráðstefnu BUGL og málþingi ÖBÍ. Í fjórtánda þætti Lífið með ADHD settist hún niður með Bóasi Valdórssyni og þau töluðum um uppvaxtarár hennar og þá baráttu sem hún hefur háð til þess að komast á þann stað sem hún er nú á og þá sigra sem hún hefur náð og hvernig sýn hennar er á menntakerfið. Upptöku af fyrirlestrum hennar og greinar um efnið er að finna á heimasíðu Jóhönnu; https://www.johannabirnabjartmars.com/ Þáttinn er hægt að nálgast á Spotify og víðar: https://open.spotify.com/episode/1VuUYIzR1vCnhmuR1zOpI2?si=8be2fd4dd01545e0

Loka útkall - Áfram veginn - Fjarnámskeið helgarnar 11. og 18. mars

Er tímabært að horfa fram á veginn? Ertu eldri en 18 ára, kannski nýbúin að fá ADHD greiningu eða fyrir einhverju síðan... jafnvel sem barn?! Þá er netnámskeiðið „Áfram Veginn” mögulega námskeið fyrir þig! Fjarnámskeið fer fram núna um helgina og helgina eftir (11. og 18. Mars) og er kennt milli 11:00 og 13:00. Á netnámskeiðinu verður fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi. Vissir þú að með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi? Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM. Megin þemu námskeiðsins eru: Taugaþroskaröskunin ADHD Stýrifærni heilans Greiningarferli ADHD Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu Þróun sjálfsmyndarinnar og fylgiraskanir ADHD Hugræna líkanið Styrkleikar ADHD Bjargráð verða kynnt til sögunnar Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD Leiðbeinendur vefnámskeiðsins eru : Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD-og einhverfu markþjálfi

Sjónrænt skipulag

Er erfitt að fá barnið til að fylgja fyrirmælum og skapa ramma og rútínu? Börn með ADHD eiga iðulega erfitt með að skilja og fylgja eftir munnlegum fyrirmælum en hafa þess í stað sjónræna styrkleika. Þegar þjálfa á daglegar venjur og fá barnið til að fylgja þeim getur sjónrænt skipulag komið að góðum notum. Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fer yfir nokkrar aðferðir og leiðir sem hægt er að nota til að kenna, þjálfa og styðja við daglegar rútínur. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, 108 Reykjavík þann 16. mars næstkomandi og hefst klukkan 20:00. Heitt á könnunni. Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: https://fb.me/e/2CDeGoeF9 Verið velkomin á fræðslufundinn!