Loka útkall - Áfram veginn - Fjarnámskeið helgarnar 11. og 18. mars

 

Er tímabært að horfa fram á veginn? Ertu eldri en 18 ára, kannski nýbúin að fá ADHD greiningu eða fyrir einhverju síðan... jafnvel sem barn?! Þá er netnámskeiðið „Áfram Veginn” mögulega námskeið fyrir þig! Fjarnámskeið fer fram núna um helgina og helgina eftir (11. og 18. Mars) og er kennt milli 11:00 og 13:00.

Á netnámskeiðinu verður fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi. Vissir þú að með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi?

Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim.  Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM.

Megin þemu námskeiðsins eru:

  • Taugaþroskaröskunin ADHD
  • Stýrifærni heilans
  • Greiningarferli ADHD
  • Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu
  • Þróun sjálfsmyndarinnar og fylgiraskanir ADHD
  • Hugræna líkanið
  • Styrkleikar ADHD
  • Bjargráð verða kynnt til sögunnar
  • Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD

Leiðbeinendur vefnámskeiðsins eru : Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD-og einhverfu markþjálfi

NÁMSKEIÐSVERÐ:

29.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR

34.000 kr. fyrir aðra: SKRÁNING HÉR

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér.

Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is