ADHD og einelti - opinn spjallfundur.

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og einelti, í kvöld, miðvikudaginn 4. mars nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.

Áfram stelpur! Nýtt námskeið fyrir konur með ADHD

Skráning er hafin á nýtt fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna fyrir konur með ADHD – Áfram stelpur! Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 28. april nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!

Félags- og barnamálaráðherra styrkir rekstur ADHD samtakanna

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur úthluta ADHD samtökunum rekstrarstyrk að upphæð 7 milljónir króna, vegna ársins 2020.

Herferð Embættis landlæknis gegn ADHD lyfjum verður að linna.

Í tilefni af málflutningi Andrésar Magnússonar, yfirlæknis hjá Embætti landlæknis, í fréttum Stöðvar 2, hefur stjórn ADHD samtakanna sent frá sér meðfylgjandi ályktun. Nánari upplýsingar veitir varaformaður ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson í síma 8936395

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD um allt land.

Enn eru nokkur sæti laus á hið sívinsæla námskeið ADHD samtakanna, fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD. Hægt er að taka þátt í námskeiðinu í gegnum Facebook, hvar sem er á landinu. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara.

ADHD og einelti - spjallfundur í Vestmannaeyjum.

ADHD Eyjar bjóða upp á opinn spjallfund í Vestmannaeyjum, um ADHD og eintelti, í dag, fimmtudaginn 20. febrúar nk. kl. 17:30. Fundurinn verður í Hamarsskóla og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki sem vinnur með börnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.

Æskilegt er að umsækjendur hafi ADHD - spjallfundur á Akureyri.

ADHD Norðurland heldur opinn spjallfund um styrkleika stjórnenda og starfsfólks með ADHD, í kvöld, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20:00. Fundurinn er ætlaður fólki með ADHD, stjórnendum og samstarfsfólki einstaklinga með ADHD. Fjölmennum og tökum gesti.

ADHD fjölskyldan - opinn spjallfundur í Reykjavík.

ADHD fjölskyldan. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um fjölskyldulíf fólks með ADHD, í kvöld, miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki með ADhd og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.

Ókeypis vefnámskeið - ADHD, sex, intimacy and relationships.

Vegna aðildar að ADHD Euorpe geta ADHD samtökin nú boðið áhugasömum að taka þátt í ókeypis námskeiði á netinu um "ADHD, sex, intimacy and relationships." Námskeiðið hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, þriðjudaginn 11. febrúar.

Verkefnið Betra líf með ADHD fær veglegan styrk.

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir veitti ADHD samtökunum veglegan styrk til að efla námskeiðahald fyrir fólk með ADHD.