Æskilegt er að umsækjendur hafi ADHD - spjallfundur á Akureyri.

Spjallfundur á Akureyri um styrkleika stjórnenda og starfsfólks með ADHD.
Spjallfundur á Akureyri um styrkleika stjórnenda og starfsfólks með ADHD.

"Æskilegt er að umsækjendur hafi ADHD." - manstu eftir að hafa séð þessa setningu í atvinnuauglýsingu?  ADHD Norðurland stendur fyrir opnum spjallfundi á Akureyri, um styrkleika stjórnenda og starfsfólks með ADHD, fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsnæði Grófarinnar, Hafnarstræti 95 og hefst kl. 20:00.

Á fundinum mun Aðalheiður Sigursveinsdóttir ræða styrkleikleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD, hvað felst í þessum eiginleikum og hvernig þeir vinna með okkur.  Við eigum von á kraftmiklum umræðum og innblæstri. Aðalheiður Sigursveinsdóttir er ráðgjafi og stjórnendamarkþjálfi og stoltur meðlimur ADHD samfélagsins.  Aðalheiður hefur mikla starfsreynslu sem stjórnandi og ráðgjafi og hefur því góða innsýn í íslenskt atvinnulíf. Frekari upplýsingar um Aðalheiði er að finna á www.breyting.is. 

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Spjallfundir ADHD Norðurland eru haldnir í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Hægt er að skrá sig á Facebook viðburð fundanna, þar sem fram koma fyrirhugaðir fundir á Akureyri og fundarefni, en áætlað er einn spjallfundur verði haldinn í hverjum mánuði - skráning hér. 

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi slóð - ganga í ADHD samtökin.

Enginn aðgangseyrir er að fundunum og er ávallt heitt á könnunni.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!