ADHD og einelti - opinn spjallfundur.

Opinn spjallfundur í Reykjavík um ADHD og einelti.
Opinn spjallfundur í Reykjavík um ADHD og einelti.

ADHD og einelti. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og einelti, miðvikudaginn 4. mars nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.

Börn með ADHD verða mjög oft fyrir barðinu á einelti, enda fordómarnir víða og ýmislegt í einkennum ADHD sem leitt getur af sér vanda í félaglegum samskiptum. Börn með ADHD geta einnig orðið gerendur í slíkum málum, ekki síst ef að þeim er þrengt og úrræði skortir. Á fundinum munu Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum fjalla um ýmsar birtingarmyndir eineltis, eins og þær birtast börnum með ADHD og ræða leiðir til lausnar.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakannabækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.

Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.