LED Spinners og METAL Spinners

ADHD samtökin hafa nú fengið til sölu LED Spinners og METAL Spinners. Sjö mismunandi litir eru til af LED Spinnerum og fimm mismunandi tegundir af METAL Spinnerum.

Á að banna allt sem er ekki blýantur?

Hvernig væri að nota hluti sem vekja áhuga barnanna í kennslu í stað þess að banna allt sem er ekki blýantur? Þannig spyr ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni við Árskóla í Skagafirði. Tilefnið er andstaða kennara við Spinnera eða snældur og krafa þeirra um bann við notkun snældanna. Ingvi Hrannar setur fram hugmyndir um hvernig nýta má snældurnar við kennslu.

Fidget Spinners komnir

Hinir vinsælu Fidget Spinners eða snerlar eru kominr aftur í sölu hjá ADHD samtökunum. Nítján mismunandi litir / gerðir eru til og eru þær allar til sölu á vef ADHD. Með kaupum á Fidget Spinners af ADHD samtökunum slá menn tvær flugur í einu höggi, næla sér í skemmtilegt fiktleikfang og styðja um leið við starfsemi ADHD samtakanna.

Fidget Spinners væntanlegir

Hinir vinsælu Fidget Spinners eða snerlar eru uppsedir hjá ADHD samtökunum en verða væntanlega komnir í hús á morgun föstudag eða mánudag. Átján mismunandi tegundir eru væntanlegar og verða til sölu á vef ADHD. Með kaupum á Fidget Spinners af ADHD samtökunum slá menn tvær flugur í einu höggi, næla sér í skemmtilegt fiktleikfang og styðja um leið við starfsemi ADHD samtakanna.

Síðasti spjallfundurinn á vorönn í kvöld

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 10. maí 2017 kl. 20:30, fyrir fullorðna, að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf" og hefur Vilhjálmur Hjálmarsson umsjón með fundinum. Þetta er síðasti spjallfundur vorannarinnar. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Spjallfundur í kvöld - ADHD og lyf

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 20:30, fyrir foreldra og forráðamenn, að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf" og eru umsjónarmenn Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis

Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöld. Ingunn segir að þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja.