01.09.2023
ADHD samtökin standa fyrir tveggja daga alþjóðlegri afmælisráðstefnu um ADHD sem nefnist „Betra líf með ADHD“ . Ráðstefnan fram fer á Grand Hótel Reykjavík dagana 26. og 27. október 2023.
Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á áskorunum sem einstaklingar með ADHD glíma við, ásamt því að kynna ýmsar lausnir til að takast á við afleiðingar hennar. Kunnir erlendir og íslenskir fyrirlesarar halda erindi og umfjöllunarefnin snerta meðal annars málefni barna, ungmenna og fullorðinna einstaklinga. Meðal fyrirlesara eru Ari Tuckman, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, Kathleen Nadeau, sálfræðingur, Saaskia van der Oord, prófessor í sálfræði, Amori Yee Mikami, prófessor í sálfræði, Lachenmeier, geðlæknir og Dr. Sandra Koji, geðlæknir. Jafnframt verða kynntar til sögunnar nýjar íslenskar rannsóknir um ADHD. Ráðstefnan gagnast bæði fullorðnum, kennurum og öðru fagfólki svo við hvetjum öll til þess að mæta.
Boðið verður upp á streymi fyrir þátttakendur sem ekki eiga heimagengt á ráðstefnuna ásamt því að boðið verður upp á rauntímatúlkun frá ensku yfir á íslensku og öfugt.
Almennt verð á ráðstefnuna er kr. 24.900 en félagsfólk ADHD samtakanna greiðir aðeins kr. 19.900, innifalið í verðinu eru veitingar.
Opnað hefur verið fyrir skráningar og hægt er að skrá sig ásamt því að lesa frekar um ráðstefnuna hér.
30.08.2023
ADHD og Ég eru fjögurt helgarnámskeið skipt eftir aldri og kyni. Hvert námskeið er samtals 5 klst. og er hvorum degi skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld. Námskeiðin hafa þau markmið að þátttakendur öðlist meiri skilning á ADHD röskuninni og hvernig hægt er að yfirstíga hindranir sem hún veldur, fái fleiri verkfæri sem nýtast í samskiptum og stuðla að bættri líðan, skilji að öll geri mistök og hvernig má nýta þau til að læra af og þekkja betur tilfinningar sínar og kynnist aðferðum til að efla tilfinningastjórnun.
Eftir námskeiðið fá aðstandendur upplýsingar og leiðbeiningar um efnið sem farið er yfir á námskeiðinu og tillögur að áframhaldandi vinnu með sínu barni. Umsjónarmenn námskeiðsins eru Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og Paula Newman, BA sálfræði og MPH Lýðheilsufræði.
25.08.2023
Haustnámskeið ADHD samtakanna!
Aldrei áður hefur verið jafn mikið framboð á námskeiðum hjá ADHD samtökunum. Áfram verða á dagskránni námskeið sem hafa verið í boði með einum eða öðrum hætti á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof meðal þátttakenda en nú bætast einnig við ný og spennandi námskeið.
Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur fyrstur fær.
Nánar má fræðast um námskeiðin hér
22.08.2023
Fræðslufundur í Eyjum - ADHD og parasambönd.
Fræðslu- og spjallfundur þar sem skoðað verður ADHD og parasambönd.
Farið verður í birtingamyndir jákvæðra og neikvæðra samskipta í samböndum fólks með ADHD, sem og mikilvægi þekkingar á röskuninni, þá fyrir báða aðila í sambandinu. Skoðað verður hvernig hægt er að takast á við áskoranir með jákvæðum hætti til að bæta samskipti.
Fræðslufundurinn fer fram 31. ágúst kl. 20:00 - 21.00. Fundurinn verður haldinn á The Brothers Brewery við Bárustígur 7.
Sigrún Jónsdóttir ADHD og einhverfu markþjálfi sér um fræðslu og stýrir fundinum.
17.08.2023
ADHD samtökin eru á FIT & RUN EXPO í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Sjáumst svo í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á laugardaginn. ADHD samtökin vilja þakka þeim frábæra hópi hlaupara sem þegar hafa skráð sig og ætla að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu. Samtökin eru bæði þakklát og djúpt snortin en Reykjavíkurmaraþonið er gríðarlega mikilvægur liður í fjáröflun samtakanna. Enn er hægt að slást í hópinn með því að skrá sig hér. Þau sem hlaupa fyrir ADHD samtökin fá flottan hlaupabol frá samtökunum sem þakklætisvott. Þegar þú hefur skráð þig til leiks getur þú sent okkur póst á adhd@adhd.is og valið hvaða bol þú vilt - margar tegundir í boði.
Við hvetjum einnig öll til þess að styðja þennan flotta hóp, bæði í formi áheita og hvatningar á hlaupadeginum.
Með því að heita á hlauparana í Team ADHD getum við gert starfsemi ADHD samtakanna enn öflugri.
Koma Svo!!!
15.08.2023
ADHD og fjarmál - ADHD samtökin hafa fundið fyrir gríðarlegri þörf eftir námskeiði sem tekur á fjármálum einstaklinga með ADHD enda þörf á hjá mörgum. Nú er komið að því en Valdís Hrönn Berg, fjárhagsmarkþjálfi veður með stutt fjarnámskeið með aðferðum sem virka fyrir fólk með ADHD.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir varðandi ADHD og fjármála yfirsýn. Farið verður yfir hvernig hægt er að byggja upp betra samband við fjármál, vinna með hvatvísi og sagt bless við skömmina sem fylgir oft óreiðu í fjármálum.
Kennt verður mismunandi aðferðir til að setja fjárhagsleg markmið og standa við þau og hvar er hægt að spara. Farið er yfir hvernig er hægt að halda heimilisbókhald á einfaldan og skemmtilegan hátt og hvernig er hægt að búa til ADHD vænar fjármála rútínur. Einnig er beint spjótum að því hvernig hægt er að byggja upp jákvæðar tilfinningar gagnvart fjármálum okkar og hvað það kostar okkur í raun og veru að lifa. Þátttakendur fá verkfæri eftir námskeiðið til þess að vera betur tengd við peningana sína til að stjórna þeim í stað þess að þeir stjórni þér.
Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom, laugardagana 26. ágúst og 2. september milli 10:00 og 12:00 báða dagana.
NÁMSKEIÐSVERÐ:
29.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR
34.000 kr. fyrir aðra: SKRÁNING HÉR
Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin á meðfylgjandi slóð - ganga í ADHD samtökin
Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is
02.08.2023
Með haustinu hefjast skólar á ný og ADHD samtökin bjóða upp á tvö fjarnámskeið sérstaklega fyrir allt starfsfólk grunnskóla. Námskeiðin eru Grunnskólinn og ADHD sem er fyrir grunnskólakennara og leiðbeinendur og einblínir á kennslustofuna, námskeiðið Skólaumhverfið og ADHD er fyrir annað starfsfólk grunnskóla og einblínir á ADHD utan kennslustofunnar. Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu og því mikilvægt fyrir kennara og annað starfsfólk að fá betri skilning á ADHD. Hvetjum því öll sem starfa innan skólakerfisins að taka þátt en frekari upplýsingar um bæði námskeiðin og skráningu má finna hér að neðan!