ADHD og sumarfrí

Á morgun, miðvikudaginn 1. júní næst komandi kl. 19:30 verður fjallað um ADHD og sumarfrí. Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól sumar og taumlaus gleði... eða hvað? Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemmtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streitu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur fara yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður.

Lífið með ADHD - Ari H. G. Yates - teiknari og rithöfundur

Skráning er hafin á haustnámskeið ADHD samtakanna 2022

Skráning er hafin á haustnámskeið ADHD samtkanna. Ný og fjölbreytt námskeið – stóraukið framboð! Áfram verða á dagskránni okkar sívinsælu námskeið eins og Áfram stelpur, TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD, foreldranámskeiðin og Taktu stjórnina en nú bætast einnig við ný og spennandi sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og ungmenni, Súper strákar og Súper stelpur og fjarnámskeiðið Áfram veginn, fyrir fullorðið fólk með ADHD. Skólinn og ADHD ætlað kennurum og öðru starfsfólki skóla sem vinna með börnum með ADHD. Fram að hausti njóta félagsmenn ADHD samtakanna forgangs að skráningu og sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður á flest námskeiðin - fyrstur kemur fyrstur fær. Nánar má fræðast um námskeiðin á heimasíðunni ADHD samtakanna.

Hlauptu fyrir ADHD Samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst 2022 og ljóst að Covid19 fær ekki að setja strik í reikninginn að þessu sinni. Áheitasöfnun hlauparanna er í ár líkt og áður gríðarlega mikilvægur líður í fjáröflun samtakanna. ADHD samtökin hafa í gengum tíðina notið góðs af frábærum hópi fólks sem hefur hlaupið undir nafni samtakanna og verið hluti af #TeamADHD og við fögnum hverjum nýjum þátttakanda.

TÍA haldin í Vestmannaeyjum

Þriðjudaginn 3. maí og miðvikudaginn 4. maí buðum við í ADHD Eyjar upp á námskeiðið TÍA fyrir alla þá sem koma að börnum í frístundum hér í Vestmannaeyjum. Námskeiðið var í höndum Bóasar Valdórssonar sálfræðings. Fyrir börn með ADHD er afskaplega mikilvægt að þekking á ADHD, bæði styrkleikum og veikleikum nái yfir til allra sem vinna með þau. Að taka þátt í íþróttum og frístundastarfi eflir félagsfærni og sjálfstraust barna þegar það gengur vel. Það er því nauðsynlegt að gefa hverju barni möguleika á að taka þátt í íþróttum og tómstundastarfi og leggja sig fram við að láta það ganga vel. Þetta námskeið var liður í því að efla fræðslu, gefa öllum verkfæri í hendurnar til að takast á við fjölbreyttan barnahóp og auka líkur á að ADHD börn fái jákvæða upplifun af því að taka þátt með jafnöldrum sínum. En aðferðirnar sem Bóas ræddi um á námskeiðinu munu svo eflaust gagnast fleiri börnum en bara ADHD börnum.

Spjallfundur - Fullorðinn með ADHD - Hvað geri ég þá?

Opinn spjallfundur fyrir fullorðna með ADHD. Hvort þú er ógreindur, nýgreindur eða langgreindur þá er þessi fundur fyrir þig. Tilgangurinn er að ræða saman um reynslu okkar af ADHD læra af hvort öðru og deila góðum bjargráðum. Guðni Rúnar Jónasson starfsmaður samtakanna verður fjallar um reynslu sína að hafa greinst á fullorðins árum og að hafa farið í gengum 36 ár án þess að hafa hugmynd um að hann væri með ADHD eða hvað það væri. Síðan eru opnar umræður fyrir þá sem vilja tjá sig eða spyrja spurninga. Hispurslaus umræða á mannamáli. Fundurinn er í húsakynnum ADHD Samtakanna, Háaleitisbraut 13 á fjórðu hæð. Mánudaginn 9. maí, húsið opnar 19:30 og er opið öllum, heitt á könnunni.