Ég er UNIK - Fríar e-bækur 2.apríl

Í tilefni af Alþjóðadegi einhverfra býður egerunik.is öllum að útbúa fríar e-bækur (rafrænar bækur) á www.egerunik.is. Gjafakóðinn er 2april17 og gildir hann frá kl. 08:00 að morgni 2.apríl til miðnættis. Það er því um að gera að klára bókina í tæka tíð.

Spyr um villur í lyfjagagnagrunni landlæknis

Hvernig er háttað villuprófun og almennri gæðavöktun á lyfjagagnagrunni embættis landlæknis ? Hvaða skýringar eru á ofskráningu á ávísunum á amfetamíntöflum í lyfjagagnagrunninum á tilteknu tímabili og hvers vegna var því máli lokað án fullnægjandi skýringa? Þannig spyr Smári McCarthy, þingmaður Pírata Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Tilefnið er villa sem uppgötvaðist í lyfjagagnagrunni landlæknis. Fyrirspurninni verðuu að óbreyttu svarað munnlega á Alþingi í dag, mánudaginn 27. mars.

Sumarbúðir fyrir 10-12 ára stelpur og stráka með ADHD

Skógarmenn KFUM í samstarfi við ADHD samtökin bjóða líkt og fyrri ár, upp á sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Þá bjóða sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli upp á fimm daga dvöl í sumarbúðunum fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Flokkurinn nefnist Stelpur í stuði. Skráning stendur yfir í báða flokka.

Spjallfundur í kvöld - Náin sambönd og ADHD

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 22. mars 2017 kl. 20:30, fyrir fullorðna, að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "Náin sambönd og ADHD" og er umsjónarmaður Elín Hoe Hinriksdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Minnum á aðalfund ADHD 2017

Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn mánudaginn 20.mars 2017 í fundarsal, 4.hæð - Háaleitisbraut 13. Fundurinn hefst klukkan 20:00 Meðal aðalfundarstarfa er kosning til tveggja ára í embætti formanns, varaformanns, eins aðalstjórnarmanns og eins varamanns. Þá verða lagðar fyrir lagabreytingar um kjörgengi.

Móta þarf stefnu vegna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum

Brýnt er að móta stefnu og skoða heildrænt hvernig sálfræðiþjónusta eigi að vera í framhaldsskólum. Sálfræðingar eru starfandi í hlutastarfi í nokkrum skólum á þessu stigi á landinu en starf þeirra er ólíkt eftir skólum. Þetta kom fram í erindi Bóasar Valdórssonar, sálfræðings við Menntaskólann í Hamrahlíð, á fundi samtakanna Náum áttum um einmanaleika og sjálfskaðandi hegðun ungs fólks í morgun.

Aðalfundur ADHD samtakanna

Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn mánudaginn 20.mars 2017 í fundarsal, 4.hæð - Háaleitisbraut 13. Fundurinn hefst klukkan 20:00. Meðal aðalfundarstarfa er kosning formanns, varaformanns, eins aðalstjórnarmanns og eins varamanns. Þá verða lagðar fyrir lagabreytingar um kjörgengi.

Mismunandi skilningur lagður í hugtakið menntun án aðgreiningar

Núverandi löggjöf og stefnumótun felur í sér stuðning við markmið og áherslur stefnu um menntun án aðgreiningar. Hins vegar er nokkuð um að mismunandi skilningur sé lagður í hugtakið menntun án aðgreiningar. Þá telja flestir þeirra sem sinna menntamálum, á hvaða skólastigi sem þeir starfa, að núverandi tilhögun fjárveitinga og reglur um ráðstöfun fjár taki hvorki mið af jafnræðissjónarmiðum né hugmyndum um skilvirkni og styðji ekki við skóla án aðgreiningar. Þetta er meðal niðurstaðna úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi sem kynnt var í dag.