Spjallfundur miðvikudag 26.apríl - Tæk - Tækni - Öpp

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund fyrir fullorðna, miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13, Reykjavík og er yfirskrift hans "Tæki - Tækni - Öpp". Ólafur Kristjánsson, forsvarsmaður netkennsla.is leiðir fundinn og kynnir tækni sem hjálpað getur við skipulagningu. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Gleðilega páska - Opnum á ný 18. apríl

Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð frá og með 13. apríl. Við opnum á ný klukkan 13, þriðjudaginn 18. apríl. Starfsfólk ADHD óskar landsmönnum gleðilegrar páskahátíðar.

Spjallfundur í kvöld - Unglingar og fíkn

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 20:30, fyrir foreldra og forráðamenn, að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "Unglingar og fíkn" og er umsjónarmaður Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.