Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!

ADHD samtökin óska félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Samtökin þakka af heilum hug fyrir samfylgd og veittan stuðning á árinu sem er að líða. Skrifstofa ADHD samtakanna verður að mestu lokuð yfir hátíðarnar og pantanir í vefverslun samtakanna verða afgreiddar á fyrstu dögum nýs árs. Hátíðarkveðjur!

Jólin eru komin í vefverslun ADHD samtakanna

Vefverslun ADHD samtakanna hefur tekið stakkaskptum og er tilbúin fyrir jólin og jólasveinana... Nýjar vörur í miklu úrvali, fiktdót, bækur, skart, leikföng, listaverk og ýmiskonar smávara. Veglegir afslættir fyrir félagsmenn ADHD samtakanna. Sendum hvert á land sem er.

ADHD og jólin - rafrænn spjallfundur

Þá er komið að seinasta ADHD spjallfundi ársins hjá samtökunum og fer hann í loftið í kvöld þann 9. desember nk. kl. 20:30. Fjallað verður um undirbúning jóla og ADHD og mun Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um hvernig ýmislegt í jólaundirbúningnum og þeim spenningi sem fylgir jólunum getur valdið streitu og erfiðleikum hjá börnum og fullorðnu fólki með ADHD. Gefin verða góð ráð um hvernig hægt er að bregðast við breyttri rútínu fjölskyldunnar í jólafríinu. Jólin eru enda hátíð gleði og eiga að vera það hjá fólki með ADHD einnig ekki síður en öðrum. Fyrirlesturinn fer á heimasíðu ADHD samtakanna vegna COVID faraldursins og verður honum einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.