ADHD og jólin - rafrænn spjallfundur

Jólafundur ADHD samtakanna - ADHD og Jól fjölskyldunnar
Jólafundur ADHD samtakanna - ADHD og Jól fjölskyldunnar

Jólin og ADHD ADHD samtökin bjóða upp á rafrænan spjallfund þar sem fjallað verður um undirbúning jólanna og ADHD þar sem Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur gefur m.a. góð ráð og hvernig hægt er að bregðast við breyttri rútínu fjölskyldunnar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 9. desember kl. 20:30 í fundarsal ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13 4. hæð en í ljósi COVID faraldursins og sóttvarnarráðstafanna í samfélaginu verður ekki hægt að taka á móti félagsmönnum í húsakynnum samtakanna að þessu sinni. Fundurinn er ætlaður öllum foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD ásamt öllum þeim er kunna að hafa áhuga á málefnum er varðar ADHD.

Fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.

Fjallað verður um undirbúning jóla og ADHD og mun Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um hvernig ýmislegt í jólaundirbúningnum og þeim spenningi sem fylgir jólunum getur valdið streitu og erfiðleikum hjá börnum og fullorðnu fólki með ADHD. Gefin verða góð ráð um hvernig hægt er að bregðast við breyttri rútínu fjölskyldunnar í jólafríinu. Jólin eru enda hátíð gleði og eiga að vera það hjá fólki með ADHD einnig ekki síður en öðrum. 

Hér er hægt er að nálgast bæklinga samtakannabækur um ADHD og annað fræðsluefni. Við vekjum einnig athygli á upptökum af fræðslufundum frá vorinu 2020 sem nálgast nálgast hér og hlaðvarpi ADHD samtakanna, Lífið með ADHD.

Allir velkomnir - Sjáumst í netheimum!

Spjallfundir ADHD samtakanna eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrá hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.

Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest - og nú með rafrænum hætti á fordómalausum tímum.