Jólin eru komin í vefverslun ADHD samtakanna

Jólin eru komin í vefverslun ADHD samtakanna.
Jólin eru komin í vefverslun ADHD samtakanna.

Vefverslun ADHD samtakanna hefur tekið stakkaskptum og er sannarlega tilbúin fyrir jólin og jólasveinana...

Aldrei fyrr hefur vöruúrvalið í vefverslun ADHD samtakanna verið eins fjölbreytt og í dag. Bækur, skart, leikföng, ýmiskonar fiktvörur, listaverk, jólakort og gjafavörur sem henta flestum tilefnum. Allir ættu að finna eithvað við sitt hæfi, eða til að gleðja aðra og í leiðinni styðja við vaxandi starf ADHD samtakanna.

Félagsmenn ADHD samtakanna njóta veglegra afslátta af völdum vörum og vörurnar er hægt að nálgast á skrifstofu samtakanna eða senda með pósti hvert á land sem er. 

Meðal þess helsta sem nú er nýtt í vefverslun ADHD samtakanna má nefna þetta:

Bækur:

Elli - dagur í lífi drengs með ADHD.  Nýútgefin bók frá ADHD samtökunum. Fjörug, ríkulega myndskreytt barnabók, byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensk drengs sem er með ADHD.

Slökunarflækjur:

Gæludýraflækjur -Nýjar slökunarflækur með mismunandi gæludýrum; Kettlingur, hvolpur, pelikani og einhyrningur. Safnaðu þeim öllum!

Leikföng:

Atómflækja sem lýsir við hverja hreyfingu og DNA-flækju kassi með efnivið í flækjugerð fyrir skapandi snillinga.  

Gjafavörur:

Skúlptúr-flækja. Síbreytilegur króm-skúlptúr sem er fallegur hvar sem er - á skrifstofunni, í hillunni, stofuborðinu eða búðarglugganum. Til í tveimur stærðum.

Skart:

Sérhönnuð dönsk hálsmenarmbönd og eyrnalokkar til stuðnings fólki með ADHD. Glæsileg og eiguleg hönnun.

Fikt-teningar:

Ný sending með fjölda lita af hinum sívinsælu fikt-teningum - sjón er sögu ríkari.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í vefversluninni eða með því að senda póst á adhd@adhd.is - afsláttarkóðann fyrir skuldlausa félagsmenn má nálgast í netfangi samtakanna.