Styttist í Reykjavíkurmaraþon

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 en það fer fram næstkomandi laugardag, 19.ágúst 2017. Vel á annað hundrað góðgerðarfélög taka þátt í áheitasöfnun hlaupsins og eru ADHD samtökin þar á meðal. Nokkrir tugir hlaupara leggja ADHD samtökunum lið og vekja um leið athygli á málstaðnum. Afraksturinn rennur til fræðslustarfsemi ADHD samtakanna.