Enn bætist við útgáfuna

ADHD samtökin hafa nú ráðist í útgáfu þriggja nýrra fræðslubæklinga og eru fræðslubæklingar samtakanna þá orðnir 10, auk tveggja nýútgefinna bóka. Nýju bæklingarnir eru Náin sambönd & ADHD - Afbrot & ADHD - What is ADHD? Hægt er að nálgast alla bæklingana á skrifstofu ADHD eða fá þá senda með pósti gegn greiðslu póstburðargjalds.

Málþing ADHD - Að fanga tækifærin

ADHD samtökin efna til málþings föstudaginn 28. október í Gullfossi, Fosshóteli við Þórunnartún í Reykjavík. Málþingið hefst klukan 12:30 og stendur til klukkan 17:00. Skráning stendur yfir á vef samtakanna en fjöldi góðra fyrirlesara tekur þátt í málþinginu.

Ég er UNIK - fríar rafbækur í tilefni vitundarmánaðar

Í tilefni af alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði vill "Ég er unik" verkefnið leggja sitt af mörkum til þess að fræða samfélagið um ólíkar birtingarmyndir ADHD og býður því 20 fjölskyldum fríar rafrænar bækur. Þeir félagsmenn í ADHD samtökunum sem vilja nýta sér þetta tilboð eru beðnir að skrá sig á eyðublaðið hér fyrir neðan. 20 bækur verða gefnar félagsmönnum ADHD. Fyrstir koma - fyrstir fá.

Takk fyrir viðtökurnar

Sölufólk á vegum ADHD samtakanna stóð vaktina um helgina, bæði í Smáralind og Kringlunni og seldi endurskinsmerki samtakanna 2016. Viðtökurnar voru eins við áttum von á, frábærar. Samtökin eru afar þakklát öllum sem lögðu málefninu lið og keyptu af okkur merki með enn einni magnaðri mynd Hugleiks Dagssonar.

Skóli án aðgreiningar - Hvað ætlar þú að gera?

"Hvað ætlar þinn flokkur að gera til að tryggja að hér á landi sé menntastefnunni um skóla án aðgreiningar raunverulega framfylgt?" Þannig hljóðar ein þeirra sex spurninga sem send var til fulltrúa allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. ADHD samtökin eru í hópi 14 hagsmunasamtaka sem standa að sendingu spurningalistans. Tilgangurinn er að koma málinu betur á dagskrá en verið hefur og knýja á um bætta þjónustu við börn með geðrænan vanda, fötlun eða aðra sérstöðu.

Endurskinsmerki ADHD - Enn vantar sölufólk

ADHD samtökin kynntu í byrjun mánaðar nýtt endurskinsmerki en sala endurskinsmerkja er mikilvægur liður í vitundarmánuði ár hvert. Þar er bæði um að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir starfsemi ADHD samtakanna og ekki síður er merkjasölunni ætlað að vekja athygli á málefnum einstaklinga með ADHD. Samtökin leita eftir öflugum sölumönnum til að standa vaktina um komandi helgi.

Safnaði á sjöunda hundrað þúsund fyrir ADHD samtökin

Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borgnesingur, kom færandi hendi á dögunum og afhenti ADHD samtökunum afrakstur áheitasöfnunar eftir hringferð um Ísland á reiðhjóli. Steini sagði hringferðina fyrst og fremst hafa verið áskorun fyrir hann sjálfan en um leið vildi hann vekja athygli á ADHD samtökunum og málstað þeirra sem glíma við röskunina.

Spjallfundur í kvöld - ADHD og náin sambönd

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld - miðvikudaginn 12. október. Fundurinn er ætlaður fullorðnum með ADHD. Hann verður að Háaleitisbraut 13, í fundarsal á 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Elín H. Hinriksdóttir leiðir fundinn en yfirskrift hans er "ADHD og náin sambönd". Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Spjallfundur í kvöld - Miðvikudag 5. október

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld miðvikudaginn 5. október kl. 20:30 fyrir foreldra og forráðamenn að Háaleitisbraut 13. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Áhættuhegðun". Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Nýtt endurskinsmerki og tveir nýir bæklingar

Alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður er nú nýhafinn en október er lagður undir vitundarvakningu ár hvert. ADHD samtökin taka virkan þátt í átakinu nú líkt og fyrr með margvíslegum hætti. Nýtt endurskinsmerki var kynnt í dag, tveir nýir fræðslubæklingar voru gefnir út og árlegt málþing samtakanna var kynnt. Málþingið veðrur haldið í lok október og beinist athyglin að föngum og öðrum sem lenda í refsivörslukerfinu.