Málþing ADHD - Að fanga tækifærin

ADHD samtökin efna til málþings föstudaginn 28. október í Gullfossi, Fosshóteli við Þórunnartún í Reykjavík. Málþingið hefst klukan 12:30 og stendur til klukkan 17:00.

Yfirskrift þess er „Að fanga tækifærin“ og verður athyglinni beint að brotamönnum með ADHD, aðstoð og bjargráðum í fangelsum landsins. Þar koma fram bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar og verður fyrst og fremst reynt að líta til lausna.

Skráningu er lokið. Hafið samband við ADHD samtökin, adhd@adhd.is eða hringið í síma 581 1110 

Meðal fyrirlesara eru Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur - sviðsstjóri meðferðarsviðs Fangelsismálastofnunar, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun og Phillip Anderton, sem sérhæft hefur sig í úrræðum fyrir unga brotamenn með raskanir.

Almennt þátttökugjald er kr. 3.500,- en félagsmenn ADHD samtakanna greiða kr. 2.500,-
Í þátttökugjaldinu eru innifaldar léttar veitingar og nýútkominn fræðslubæklingur um Afbrot & ADHD.

Alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður stendur nú sem hæst en október er lagður undir vitundarvakningu ár hvert. ADHD samtökin taka virkan þátt í átakinu nú líkt og fyrr með margvíslegum hætti.

 

Senda póst til ADHD samtakanna