Enn bætist við útgáfuna

ADHD samtökin hafa nú ráðist í útgáfu þriggja nýrra fræðslubæklinga og eru fræðslubæklingar samtakanna þá orðnir 10, auk tveggja nýútgefinna bóka.

Nýju bæklingarnir eru:

  1. Náin sambönd & ADHD
  2. Afbrot & ADHD
  3. What is ADHD?

Náin sambönd & ADHD“ kom út í byrjun október, alþjóðlegs ADHD vitundarmánaðar.
Bæklingurinn er ætlaður fullorðnum einstaklingum með ADHD og mökum þeirra. ADHD gefur sambandinu og foreldrahlutverkinu sérstakan blæ, áfergju og gleði, en einnig nýjar áskornir.

Íslenski bæklingurinn er þýddur og staðfærður úr bæklingnum „ADHD & parisuhde“ með góðfúslegu leyfi finnsku ADHD samtakanna. Höfundur finnsku útgáfunnar er Kaisa Humaljoki. Íslenska þýðingu annaðist Marjakaisa Matthíasson. Ritstjórn og yfirlestur önnuðust Elín H. Hinriksdóttir og Þröstur Emilsson.

 

Afbrot & ADHD kom út í lok október, í tengslum við málþing ADHD samtakanna „Að fanga tækifærin“ en það var jafnframt lokaatriði alþjóðlegs ADHD vitundarmánaðar.
Mikill skortur hefur verið á fræðslu og upplýsingum fyrir þá sem koma að málefnum fanga og vilja ADHD samtökin leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr og gefa út þennan bækling í því skyni. Bæklingurinn getur gagnast aðstandendum, lögreglumönnum, fangavörðum, aðstandendum og öðrum þeim sem starfa innan refsivörslukerfisins.

Bæklingurinn er þýddur og staðferður úr bæklingnum „På kant með loven“ með góðfúslegu leyfi dönsku ADHD samtakanna. Þýðingu annaðist Elín H. Hinriksdóttir. Ritstjórn og yfirlestur annaðist Þröstur Emilsson.


What is ADHD? kom út í byrjun október.

Um er að ræða grunnbækling um röskunina á ensku, birtingarmyndir og helstu upplýsingar.

Áður hafa komið út íslensk útgáfa bæklingsins og þýðing á pólsku.

 

Hægt er að nálgast alla bæklingana á netinu HÉR eða hafa samband við skrifstofu ADHD samtakanna, s. 581 1110 eða á netfangið adhd@adhd.is.

Þá er hægt að fá bæklingana senda með pósti gegn greiðslu póstburðargjalds.

Bækur til sölu hjá ADHD samtökunum

Senda póst til ADHD samtakanna