ADHD og systkini - opinn spjallfundur

ADHD og systkini. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og systkini, miðvikudaginn 4. september nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

Hvetjum okkar fólk - Team ADHD!

Vel á annað hundrað einstaklingar munu hlaupa í fyrir ADHD samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu í ár - fleiri en nokkru sinni fyrr. Nú þarf þessi stóri og kröftugi hópur á okkar stuðningi að halda. Áfram Team ADHD!

Ég get! Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni með ADHD.

Á næstu dögum mun skráningu ljúka, á sjálfstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna fyrir 14-16 ára ungmenni með ADHD - námskeiðið Ég get! Enn eru öfrá sæti laus, en námskeiði er nú hægt að greiða með frístundastyrkjum sveitarfélaga.

Vegið að atvinnuréttindum fólks með ADHD innan lögreglunnar

ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar hefur nýverið upplýst um. Þar er í fyrsta sinn hérlendis þrengt verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD. ADHD samtökin skora á Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Meðfylgjandi er ályktun stjórnar ADHD samtakanna um málið.

ADHD og heimanám - spjallfundur á Akureyri

ADHD Norðurland stendur fyrir opnum spjallfundi á Akureyri, um ADHD og heimanám, á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst. Fundurinn er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

ADHD og heimanám - opinn spjallfundur

ADHD og heimanám. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og heimanám, í kvöld, miðvikudaginn 14. ágúst nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.