Spjallfundur fellur niður

Spjallfundur sem fyrirhugaður var í kvöld fellur niður vegna veikinda. Ný tímasetning verður auglýst síðar.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Frestur framlengdur til 22 .september

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er nú í fullum gangi en verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna og hefur frestur til þess verið framlengdur til 22. september næstkomandi.

Fyrsti spjallfundur haustsins í kvöld

Spjallfundir hefjast nú að nýju og verður sá fyrsti í kvöld, miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum. Yfirskrift fundarins er "Svefnvandi barna og morgunrútína" og er umsjónarmaður Drífa Björk Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Frestur til 15. september

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er nú í fullum gangi en verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna en frestur rennur út þann 15. september næstkomandi.

Spjallfundirnir hefjast á ný

Spjallfundir ADHD samtakanna hefjast nú á ný að lok nú sumarhléi. Alls eru fyrirhugaðir átta fundir fram að áramótum og verður sá fyrsti næstkomandi miðvikudag, 13. september klukkan 20:30. Sá fundur er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD og er yfirskrift hans "Svefnvandi barna og morgunrútína".