Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Frestur framlengdur til 22 .september

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er nú í fullum gangi en verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna og hefur frestur til þess verið framlengdur til 22. september næstkomandi.

Verðlaunaflokkarnir eru þrír:

  • Einstaklingar
  • Fyrirtæki/stofnanir
  • Umfjöllun/kynningar

Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

Hægt er að senda inn tilnefningar HÉR

Einnig má prenta út eyðublaðið sem birtist og senda í hefðbundnum pósti til Kristínar M.Bjarnadóttur starfsmanns nefndar um hvatningarverðlaunin á skrifstofu ÖBÍ í Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Frétt um verðlaunaafhendinguna í fyrra
Verðlaunahafar fyrri ára
Tilnefningar fyrri ára