Laddi: Ég var með athyglisbrest, sem þá var kallað að vera tossi

Ég var með hugann alls staðar annars staðar en við námið. Ég var farinn að halda að ég gæti ekki lært og það var ekki fyrr en ég ákvað að fara í Iðnskólann sem mér fór að ganga vel í námi. Þá var ég að læra fyrir sjálfan mig. Um leið áttaði ég mig á því að ég væri kannski ekki svo vitlaus og öðlaðist meira sjálfstraust.

Spjallfundur fyrir fullorðna: Ánægjulegra sumarfrí

Við minnum á spjallfund ADHD samtakanna fyrir fullorðna miðvikudaginn 29.maí. Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Yfirskrift fundarins er: Ánægjulegra sumarfrí Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn að þessu sinni. Allir velkomnir í ókeypis kósý kaffistemmningu :)

Tannlækningar barna: Foreldrar greiða 2.500 króna komugjald - Mikilvægt að skrá heimilistannlækni

Samkvæmt nýjum samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands, verða tannlækningar barna greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald. Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning heimilistannlæknis.

Spjallfundur í kvöld - Ánægjulegra sumarfrí

Minnt er á spjallfund ADHD samtakanna fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld, miðvikudag 22.maí. Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30.

Mamma Eyþórs Inga - Hann er einlægur og ljúfur

"Hann er ofboðslega einlægur og ljúfur," segir Guðbjörg Stefánsdóttir móðir hans. "Hann á það til að vera utan við sig, hann er mikill sveimhugi þessi elska enda á hann við athyglisbrest að stríða."

Endurgreiðsla vegna mikilla útgjalda

Einstaklingar sem hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja eða þjálfunar og eru tekjulágir, geta átt rétt á endurgreiðslu á hluta kostnaðar hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Þegar aldurinn skiptir máli

"Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs.," skrifar Drífa Jenný Helgadóttir á visir.is í dag.

Vitundarvakning ADHD: Forsetinn keypti fyrsta armbandið

Vitundarvakningu ADHD samtakanna var ýtt úr vör í dag en átakið hófst með sölu á armböndum. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson keypti fyrsta armbandið af Ellen Calmon, framkvæmdastjóra ADHD samtakanna á Bessastöðum.