Hámarksgreiðsla vegna lyfjakaupa lækkar um áramót

Greiðslur einstaklinga vegna lyfjakaupa lækka frá og með 1. janúar 2015. Hámarksgreiðsla einstaklings á 12 mánaða tímabili verður 62.000 krónur en var 69.416 krónur. Hámarksgreiðsla aldraðra 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþega, barna og ungmenna yngri en 22 ára á 12 mánaða tímabili verður 41.000 krónur en var 46.277 krónur.

Þeytispjöld og þrumuský - Ráðstefna BUGL

Árleg ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar LSH, BUGL, verður haldin föstudaginn 9. janúar 2015 kl. 08:00-16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Þeytispjöld og þrumuský - Erfið hegðun barna". Fundarstjóri er Ragna Kristmundsdóttir.

FULLBÓKAÐ - GPS-námskeið fyrir drengi hefst í janúar 2015

ADHD samtökin bjóða í janúar upp á GPS-námskeið, sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir drengi, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið. GPS námskeiðið fyrir drengi hefst 17. janúar 2015. FULLBÓKAÐ ER Á NÁMSKEIÐIÐ.

Lokað vegna veðurs

Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag vegna veðurs. Opnum aftur á morgun, miðvikudag klukkan 13:00.

Spjallfundur á morgun fellur niður

Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður spjallfundurinn, sem fyrirhugaður var á morgun, miðvikudag 10. desember. Spjallfundir hefjast í byrjun nýs árs og verða auglýstir á vefsíðu samtakanna.

Munið spjallfund fyrir fullorðna á miðvikudag!

Spjallfundur fyrir fullorðna með ADHD verður haldinn nú á miðvikudag, 10. desember. Umræðuefnið er ADHD aðventan og jólin.

Munið spjallfundinn á miðvikudagskvöld, 3. desember!

ADHD aðventan og jólin verður umræðuefni spjallfundarins miðvikudagskvöldið 3. desember að Háaleitisbraut 13, fjórðu hæð, klukkan 20.30. Allir velkomnir í kaffi og notalegt spjall!

Náum áttum: Eru jólin hátíð allra barna?

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli, miðvikudagin 26. nóvember undir yfirskriftinni "Eru jólin hátíð allra barna? - velferð, vernd, virkni og virðing. Þar verður sjónum beint að aðventu og jólum, áfengisneyslu um jól, markaðssetningu jólanna og ólíkum fjölskyldugerðum.

Myndband um SRFF á einföldu og skýru máli

Á ráðstefnu ÖBÍ á dögunum var nýtt myndband um SRFF kynnt. Myndbandið fjallar um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) og hvernig hann er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu.

Spjallfundur fyrir fullorðna um lyf

Munið eftir spjallfundinum fyrir fullorðna 19. nóvember klukkan 20.30 á Háaleitisbraut 13 á fjórðu hæð.