Munið spjallfund fyrir fullorðna á miðvikudag!

Spjallfundur fyrir fullorðna með ADHD verður haldinn nú á miðvikudag, 10. desember. Umræðuefnið er ADHD aðventan og jólin. Fundurinn er haldinn á fjórðu hæð Háaleitisbrautar 13 og hefst klukkan 20.30. Allir velkomnir í kaffi og notalegt spjall án endurgjalds.