Hámarksgreiðsla vegna lyfjakaupa lækkar um áramót

Greiðslur einstaklinga vegna lyfjakaupa lækka frá og með 1. janúar 2015. Hámarksgreiðsla einstaklings á 12 mánaða tímabili verður 62.000 krónur en var 69.416 krónur. Hámarksgreiðsla aldraðra 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþega, barna og ungmenna yngri en 22 ára á 12 mánaða tímabili verður 41.000 krónur en var 46.277 krónur.

Upphæðir í greiðsluþrepum má sjá í töflum hér að neðan. Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar og börn og ungmenni yngri en 22 ára greiða lægri upphæðir en aðrir. Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu greiða sem eitt.

Tólf mánaða greiðslutímabil hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins. Ef hann kaupir t.d. lyf í fyrsta sinn 15. okt. 2014 þá lýkur tímabilinu 15. okt. 2015. Nýtt tímabil hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir að framangreindu tímabili lýkur.

Sjá nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands