Spjallfundur miðvikudagskvöld - ADHD og nám

Minnum á spjallfund ADHD samtakanna fyrir fullorðna annað kvöld, miðvikudag 26. febrúar. Yfirskrift fundarins er "ADHD og nám".

Rannsókn á svefnvenjum 4-12 ára barna með ADHD

ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Karitas Ósk Björgvinsdóttur og Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur, Cand. Psych. nema í sálfræði við Háskóla Íslands. Óskað er eftir þátttakendum í rannsókn þeirra.

Málað til góðs í BYKO

Vörustjórnunarsvið BYKO, undir forystu hugmyndasmiðsins Heiðars B. Heiðarssonar málaði 12 myndir árið 2013 sem voru seldar á uppboði í janúar 2014, en ágóðinn rann til ADHD samtakanna.

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna

ADHD samtökin bjóða upp á fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD í mars. Skráning er hafin hér á vefnum.

Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld - Samskipti við skóla

Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.

GPS - Sjálfsstyrking fyrir unglingsdrengi

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir drengi, 13-16 ára hefst 18. mars. Skráning er hafin á vef ADHD samtakanna en aðeins er gert ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið.

Afsláttur fyrir félagsmenn á hraðlestrarnámskeið

Félagsmönnum bjóðast nú afsláttarkjör á námskeiði hjá Hraðlestrarskólanum. Sérstakur afsláttur verður veittur af almennu gjaldi til 1.júní 2014 eða 14.000 króna afsláttur.

Rannsókn á málþroska barna með ADHD - Ósk um þátttakendur

ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Söru Bjargardóttur, meistaranema í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Sara hyggst rannsaka hvort ADHD hafi áhrif á máltökuferli barna en áður hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á fylgni milli ADHD og ýmissa raskana, meðal annars málþroskaraskana. Óskað er eftir þátttakendum í rannsókni Söru, helst börnum í 3. til 5. bekk grunnskóla.

GPS - Sjálfsstyrking fyrir unglingsstúlkur

ADHD samtökin bjóða nú upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Námskeiðið er kynjaskipt og hefst námskeið fyrir stúlkur 13. febrúar. Skráning er hafin á vef ADHD samtakanna en aðeins er gert ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið.

Vídeó spjallfundir ADHD samtakanna

Boðið verður upp á Vídeó / spjallfundi fram til vors 2014 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13. Alls verður boðið upp á 8 slíka fundi en góðsfúslegt leyfi eigenda myndbandanna fékkst til að sýna þau á vegum ADHD samtakanna. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 4. febrúar en þá verður sýnd myndin ADD and loving it.