GPS - Sjálfsstyrking fyrir unglingsstúlkur

ADHD samtökin bjóða nú upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Námskeiðið er kynjaskipt, eitt námskeið fyrir drengi og stúlkur að vori og annað fyrir hvort kyn að hausti. Gert er ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið.

Fyrsta námskeiðið hefst um miðjan febrúar fyrir stúlkur en samskonar námskeið fyrir drengi hefst um miðjan mars.

Námskeiðsgjald er kr. 21.000,-
Velferðarsjóður barna styrkir þetta námskeið með niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum 

Hver þátttakandi greiðir því aðeins kr. 8.500,- fyrir námskeiðið.

SKRÁNING HÉR

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi þætti:

  • Almenn fræðsla um ADHD
  • Lærðu að þekkja þitt ADHD
  • Skipulagning, námstækni og námsaðferðir
  • Félagsfærni
  • Kynvitund
  • Lífsstíll
  • Áhættuhegðun
  • Ábyrgð og stuðningur

Námskeiðið spannar 8 skipti, 2 x 4 klst. og 6 x 2 klst. auk 2 klst. kynningar fyrir foreldra í upphafi.

Tveir umsjónarmenn verða með hvert námskeið, Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari, auk gestafyrirlesara. 

Dagskrá GPS-námskeiðs fyrir stúlkur 13-16 ára hefst með foreldrakynningu fimmtudaginn 13. febrúar 2014 og lýkur laugardaginn 29. mars 2014.

 
Foreldrakynning       Fimmtudagur 13. febrúar       kl. 20:00 - 22:00  
1. tími   Laugardagur 15. febrúar   kl. 11:00 - 15:00  
2. tími   Fimmtudagur 20. febrúar   kl. 17:00 - 19:00  
3. tími   Fimmtudagur 27. febrúar   kl. 17:00 - 19:00  
4. tími   Fimmtudagur 6. mars   kl. 17:00 - 19:00  
5. tími   Fimmtudagur 13. mars   kl. 17:00 - 19:00  
6. tími   Fimmtudagur 20. mars   kl. 17:00 - 19:00  
7. tími   Fimmtudagur 27. mars   kl. 17:00 - 19.00  
8. tími   Laugardagur 29. mars   kl. 11:00 - 15:00  



SKRÁNING HÉR

Senda fyrirspurn til ADHD samtakanna